Bloggfćrslur mánađarins, maí 2010

#23. Álit lögfrćđings SP-Fjármögnunar hf.

Lögfrćđingur SP stađfesti í símtali viđ mig í dag, (26. maí kl 10:25) ađ fólk myndi ekki fyrirgera rétti sínum til hagstćđari niđurstöđu ef Hćstiréttur dćmir gengistryggingu lána ólögmćta. Hans álit var, ađ ef ađ Hćstiréttur dćmdi gengistryggingu ólögmćta vćri lániđ ţar međ óverđtryggt og yrđi endurreiknađ. Ţá myndu vextir taka miđ af óverđtryggđum vöxtum á lánstímanum og ţar međ fengist niđurstađa sem vćri nálćgt ţeirri leiđ sem SP er ađ kynna í dag. Ég hef ekki reiknađ dćmiđ né séđ slíkan útreikning ţessu til stađfestingar.

Ég vek athygli fólks á ţví, ađ ef Hćstiréttur úrskurđar gengistrygginguna ólögmćta en segir ekkert til um vextina annađ en ţađ sem kemur fram í samningi ađila, á stór hluti lántakenda líklega inneign hjá SP. Mitt álit er ţađ, ađ allar upphćđir sem greiddar hafi veriđ umfram greiđsluáćtlun beri eftir atvikum ađ greiđa út, eđa reikna inn á höfuđstól, međ dráttarvöxtum eins og ţeir voru á hverjum tíma. T.d. sá sem hefur greitt 400.000 kr. meira en greiđsluáćtlun sagđi til um, síđan haustiđ 2007, ćtti ţar međ kröfu á SP ađ upphćđ ca. 1,5 millj. kr međ áföllnum dráttarvöxtum.

Ég held ađ fólk ćtti bara bíđa rólegt eftir niđurstöđu Hćstaréttar í stađ ţess ađ ganga til samninga núna korter í dómsúrskurđ.


mbl.is SP ríđur á vađiđ međ lćkkun lána
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

#22. Dómur Hérađsdóms í vörslusviptingarmáli.

Í dag féll dómur, í máli Lýsingar gegn viđskiptamanni sínum, Lýsingu í vil...... eđa gerđi hann ţađ?  Máliđ er ađfararbeiđni vegna vörslusviptingar bifreiđar međ ađfarargerđ ţar sem lántaki hafi ekki skilađ bifreiđ vegna riftunar Lýsingar á samningi, ţeirra í millum.  Lýsingu er gert heimilt ađ endurheimta bifreiđina en innsetningu gerđarinnar er frestađ ţar til ćđra dómstig hefur fjallađ um hana verđi úrskurđi hérađsdóms áfrýjađ.  Ţađ ţarf varla ađ hafa mörg orđ um ţađ hvort ţessu veriđ áfrýjađ.

Ţetta er áfangasigur okkar sem höfum barist fyrir ađ neytendaréttur sé virtur og ađ yfirgangur eignaleigufyrirtćkjanna viđ harkalega framgöngu gegn viđskiptamönum sínum, verđi brotinn á bak aftur.

Dómurinn tekur ekki afstöđu til raka varnarađilans um ólögmćti gengistryggingarákvćđis samningsins, og er ţađ miđur, en stutt er í dómtöku og niđurstöđu Hćstaréttar í samskonar máli.

Ţađ sem mér finnst vanta í málflutning varnarađila er vísun í 14.gr. laga um neytendalán ţar sem kemur fram ađ lánveitanda er óheimilt ađ innheimta frekari lántökukostnađ en kynntur er í upphafi samnings, sbr. 6.gr. laganna og ţá sérstaklega 4. tl.

"6. gr. Viđ gerđ lánssamnings skal lánveitandi gefa neytanda upplýsingar um: 4. Heildarlántökukostnađ í krónum, reiknađan út skv. 7. gr."  Ţetta er náttúrulega gert međ greiđsluáćtlun.

Ennfremur segir í 14.gr. "Lánveitanda er eigi heimilt ađ krefjast greiđslu frekari lántökukostnađar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnađar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuđ er lánveitanda eigi heimilt ađ krefjast heildarlántökukostnađar sem gćfi hćrri árlega hlutfallstölu kostnađar."

Innheimtur stökkbreyttra afborgana á grundvelli gengistryggingar höfuđstóls í íslenskum krónum gefa klárlega mun hćrri árlega hlutfallstölu kostnađar en kynnt var í upphafi samnings, og eru en ein rökin gegn innheimtu ţessara stökkbreyttu afborgana.

Í frumvarpi til laga um neytendalán áriđ 1993 var eftirfarandi ákvćđi í 23. gr.:

Lánveitandi getur endurheimt hlut á grundvelli kaupsamnings međ atbeina sýslumanns ef kaupsamningurinn uppfyllir eftirtalin skilyrđi:

1 . Kaupsamningurinn skal vera undirritađur af lántakanda og honum hefur veriđ afhent eintak af samningnum.

2 . Kaupsamningurinn verđur ađ kveđa á um eignarréttarfyrirvara. Ţrátt fyrir samţykki lán takanda er ekki heimilt ađ endurheimta hlut ef hann er undanţeginn ađför ađ lögum.

Ţá segir í athugasemd nr. 10. viđ frumvarpiđ um Endurheimt eignarréttar:

"Samkvćmt tilskipun nr. 87/102 EBE skulu ađildarríki tryggja ađ ţegar hlutir eru seldir međ eignarréttarfyrirvara og lánveitandi eđa seljandi tekur aftur hlut sem hann hefur selt eigi kaupandinn rétt á ţví ađ leysa til sín aftur endurheimtan hlut. Má lánveitandi eđa seljandi ekki hagnast óeđlilega mikiđ á ţví.

Engar lögfestar reglur eru til um kaupsamninga međ eignarréttarfyrirvara ţó ađ slík viđskipti hafi tíđkast lengi hér á landi.

Samkvćmt frumvarpinu getur lánveitandi endurheimt söluhlut međ ađför ef kveđiđ er á um eignarréttarfyrirvara í kaupsamningnum. Ekki er heimilt ađ endurheimta hlut ef hann er undanţeginn ađför og skiptir ţá ekki máli hvort lántakandi hefur samţykkt slíkt."

Í međförum ţingsins var ţessari grein breytt til ţess ađ einfalda reglurnar, auk ţess sem ţađ ţótti óţarft ađ hafa sérstakar ađfararreglur međal annarra atriđa, vćntanlega vegna ţess ađ ţessi neytendaréttur var ţegar tryggđur í lögum um ađför sem enn eru í gildi.  Ég tel ađ breytingin til einföldunar hafi veriđ misráđin enda sýnir dómur hérađsdóms ţađ í dag. 

Í tilskipun ráđs Evrópubandalaganna nr. 87/102 EBE segir í 7.gr. ađ ađildarríki skulu kveđa á um skilyrđi fyrir endurheimtingu eignarréttar á vörunum, ţegar um er ađ rćđa lán sem veitt er til vörukaupa, einkum ţegar neytandinn hefur ekki veitt samţykki sitt til ţess.  Vegna fyrrgreindra breytinga sem gerđar voru á á 23.gr. frumvarpsins áriđ 1993, er ekki skýrt í lögum nr. 121/1994 um neytendalán hvernig endurheimt hlutar skuli háttađ sé neytandi mótfallinn kröfu lánveitanda um endurheimt eignaréttar. Í tilskipun ráđsins kemur einnig fram ađ ađildarríkin skulu ennfremur tryggja ađ ţegar lánveitandi tekur vörurnar aftur til sinnar eignar, séu reikningar ađila gerđir upp á ţann hátt ađ endurheimting eignar hafi ekki í för međ sér neina ótilhlýđilega auđgun. 

Endurheimt eignaréttar er klárlega ađfararađgerđ.  Má ćtla af umsögn nefndarinnar um frumvarpiđ ađ hún hafi taliđ ađ ţáverandi ađfararreglur framsettar í lögum um ađför, sem enn eru í gildi, vćru nćgjanleg skilyrđi til tryggingar neytendaréttar um ţetta atriđi.  Kemur ţar skýrt fram í 4.gr laga ađ međ ađfarargerđir fari sýslumenn og löglćrđir fulltrúar ţeirra.

Tilskipunin segir (ennfremur) ađ í lánssamningum ćtti ekki ađ víkja frá ákvćđum ţeim sem samţykkt eru til framkvćmdar ţessari tilskipun eđa sem svara til ákvćđa hennar, verđi slíkt neytanda í óhag.  Ekki má setja samningsákvćđi ţannig fram ađ fariđ sé í kringum ákvćđi tilskipunarinnar.  Hafi viđskiptanefnd litiđ svo á međ áliti sínu áriđ 1993, ađ lög um ađför tryggđu rétt neytenda viđ endurheimt eignaréttar skv. samningi, verđi ađ líta svo á ađ vörslusvipting á umráđi söluhlutar án atbeina sýslumanns séu andstćđ lögum og ţar međ neytanda í óhag og beri ađ stoppa.  Sé ţađ ekki stöđvađ er hćgt ađ líta svo á ađ ađildarríki sinni ekki tilskipun ráđsins nr. 87/102/EBE um neytendarétt.

Miđađ viđ niđurstöđu hérađsdóms í dag tel ég tíma kominn á endurskođun laga um neytendalán enda gćta ţau ekki neytendaréttar ađ fullu.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/18/lysing_ma_leysa_til_sin_bil/#


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband