Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2011

#81. Sleppur framkvćmdastjórinn?

Jón Ţorsteinn er ţriđji annar ađilinn sem setiđ hefur í stjórn SP-Fjármögnunar hf. sem hefur veriđ handtekinn eftir bankahrun.  Hinir eru Sigurjón Ţ. Árnason og Ragnar Z. Guđjónsson (viđbót kl: 15:37 20.jan: Ragnar Z. var ekki handtekinn og er ţađ leiđrétt hér međ.  Biđst ég afsökunar á ţessari misfćrslu.  Hann var hinsvegar ákćrđur vegna Exeter málsins) .  Ţá hefur Elín Sigfúsdóttir sćtt yfirheyrslum sérstaks saksóknara. 

Hvađ međ framkvćmdastjóra SP, sem vélađi fé af viđskiptamönnum međ ólöglegum samningskilmála gengistryggingar?  Er ţađ eigi refsivert athćfi?  Hvađ međ uppgjör SP vegna slíkra viđskiptasamninga?  Var öllum söluhagnađi alltaf skilađ til lánţega? 

FME sá ástćđu til ađ benda fjármálafyrirtćkjum á međ bréfi 30. ágúst 2010ađ skv. 1.mgr.19.gr laga um fjármálafyrirtćki ber ţeim ađ stunda eđlilega og heilbrigđa viđskiptahćtti og venjur á fjármagnsmarkađi.  Efni bréfsins ber ţess merki ađ fjármálafyrirtćki hafi ekki alltaf látiđ skuldara njóta góđs af ţeim hagnađi sem myndast ţegar bifreiđ er seld á hćrra verđi en matsverđ hennar hljóđar á um samkvćmt uppgjöri.  FME neitađi mér um afrit af svarbréfum fjármögnunarfyrirtćkjanna, Avant, Íslandsbanka fjármögnunar , Lýsingar og SP-fjármögnunar hf.  viđ fyrirspurn FME frá 9. apríl.  Sú neitun er til međferđar hjá úrskurđarnefnd um upplýsingamál.

Á Kjartan Georg Gunnarsson eftir ađ sitja fyrir svörum Ólafs Ţórs og hans fólks?


mbl.is Stađfestir handtökur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

#80. Svar lögmanns SP-Fjármögnunar hf.

Ţađ var ţunnt svariđ frá lögmanni SP-Fjármögnunar viđ fyrirspurn minni frá 29. október sem barst, eins og hann hafđi lofađ, 31. desember sl.

Eins og ég greindi frá hér á blogginu 29. desember heimsótti ég skrifstofur SP daginn áđur til ađ reka á eftir svörum viđ fyrrgreindri fyrirspurn.  Fyrirspurnin var í 8 liđum, en einungis fengust svör viđ 3 ţeirra, og ţá eingöngu ađ hluta til.  Eini liđurinn sem svarađ var ađ fullu var krafa mín um afsal bifreiđar sem keypt var á lánasamningi, fćrđum í búning kaupleigusamnings.  Krafa mín hljóđađi svo:

Samningur minn er samskonar eđlis og samningur áfrýjanda; sem sagt lánssamningur fćrđur í búning leigusamnings.  Ţar sem Hćstiréttur hefur kveđiđ á um ađ lánssamning hafi veriđ ađ rćđa en ekki leigusamning í svona tilfelli, felur 1.gr. samningsskilmála samningsins í sér óréttmćtan samningsskilmála um eignarrétt SP-Fjármögnunar á „leigumun" og fer ég fram á ađ fá afhent afsal fyrir bifreiđinni enda sé hún međ réttu mín eign. 

Vinsamlegast sendiđ mér afsal bifreiđarinnar og umskráiđ hana á mitt nafn.

Svar lögmannsins viđ ţessum liđ var eftirfarandi: 

Í einni af athugasemdum ţínum krefst ţú afsals af ţeirri bifreiđ sem samningssamband okkar snýr ađ og vísar ţví til stuđnings í dóm Hćstaréttar nr. 92/2010. SP-Fjármögnun hf. er ósammála ţeirri túlkun sem ţú leggur í orđ Hćstaréttar og lítur svo á ađ ţar sé veriđ ađ líta til ţess ađ um sé ađ rćđa tilvísun Hćstaréttar í ađ um sé ađ rćđa lánssamning búning leigusamnings í skilningi vaxtalaga sem leiđir af sér heimfćrslu ţeirra samninga sem um rćđir undir ţá vaxtalögin og ţannig ađ ţeirri niđurstöđu sem rétturinn kemst ađ á grundvelli greinargerđar međ ţeim lögum. Kröfu ţinni um afsal á bifreiđinni er ţví hafnađ."

Ég verđ ađ segja ađ tormeltari texta hef ég ekki lesiđ í langan tíma.  Ţetta er algjör ţvćla. 

Hćstiréttur sagđi í dómi sínum í máli 92/2010 ţ.16. júní 2010:

Auk ţessa yrđi ađ gćta ađ ţví ađ Ó hefđi ekki leitađ eftir ţví ađ taka á leigu bifreiđ frá S heldur valiđ bifreiđina og samiđ um kaup hennar án ţess ađ S kćmi ţar nćrri. Varđ ţví ađ líta svo á ađ S hefđi í raun veitt Ó lán til kaupa á bifreiđ, sem S hefđi kosiđ í orđi kveđnu ađ klćđa í búning leigusamnings. Var ţví lagt til grundvallar ađ um lánssamning í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verđtryggingu hefđi veriđ ađ rćđa."

SP veitti Óskari Sindra lán til bifreiđakaupa sem Óskar Sindri valdi.  Eignarhald SP á slíkri bifreiđ var tiltekiđ í samningi ađila í millum á grundvelli ţess ađ samningurinn vćri leigusamningur en ekki lánssamningur eins og Hćstiréttur úrskurđađi ađ vćri réttmćt samningsstađa.  Ţess vegna er eđlilegt ađ SP sé ekki eigandi bílsins á samningstíma heldur sé ţađ neytandinn sem sótti um lán til bifreiđakaupa.

Ađ ţví ég best veit er minn samningur ađ öllu leyti sambćrilegur viđ samning Óskars Sindra í máli 92/2010.

SP kom almennt ekki ađ samningsviđrćđum ađila um bifreiđakaup ţó ađ umrćdd bifreiđ vćri međ áhvílandi láni frá SP.  Umráđamađur og/eđa bílasali sömdu beint viđ kaupanda um söluverđ.  Ţađ var síđan SP ađ samţykkja kaupanda sem nýjan lántaka.

Ég mun líklega ţurfa kćta lögmanninn međ heimsókn á skrifstofu hans í fyrirséđri framtíđ.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband