Bloggfćrslur mánađarins, mars 2012

#157. Frávísun saksóknara á kćru vegna gengistryggđs lánasamnings

Jóhannes Björn segir á vefsíđu sinni, www.vald.org, frá Facebookfćrslu Gunnars Tómassonar hagfrćđings vegna bréfs hins síđarnefnda til alţingismanna um ţörfina á sakamálarannsókn á háttsemi lánastofnana viđ gengistryggingu krónulána.  Telur Gunnar ađ eftir úrskurđ Hćstaréttar í máli 600/2011 ekkert vera ţví til fyrirstöđu ađ embćtti ríkissaksóknara og/eđa ríkislögreglustjóra hefji sakamálarannsókn á háttsemi lánastofnana viđ gengistryggingu krónulána.

Ég vildi óska ađ slíkt yrđi gert en hef ţví miđur ađra reynslu af eigin tilraun til ađ fá slíka rannsókn í gegn.

Eins og ég skýrđi frá hér á blogginu ţ. 9. desember 2011 kćrđi ég 17 stjórnendur SP-Fjármögnunar hf. til sérstaks saksóknara m.a. fyrir svik, blekkingar, fjársvik og tilraun til fjárdráttar vegna bílasamnings sem ég gerđi viđ fyrirtćkiđ í september 2007.  Ţann 17.janúar 2012 barst mér svar frá sérstökum saksóknara, sem fer jú međ rannsókn efnahagsbrota eftir sameiningu efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra viđ embćttiđ.  Í bréfinu stóđ m.a.:

„Telja má hćpiđ ađ huglćg afstađa kćrđu hafi veriđ međ ţeim hćtti viđ og í kjöilfar samningsgerđar, ađ uppfyllt geti kröfur um saknćmi viđ međferđ refsimáls og ásetning til brota.

.....

Međ vísun til framanritađs er kćru ţessari vísađ frá međ heimild í 4. mgr. 52. gr. laga nr.88/2008 um međferđ sakamála enda ţykja ekki efni til ađ hefja rannsókn út af henni.  Vakin er athygli á ţví ađ kćruheimild vegna ákvörđunarinnar er til ríkissaksóknara."

Í lok janúar skrifađi ég ríkissaksóknara bréf og kćrđi ákvörđun sérstaks saksóknara sem ađ ofan er lýst.  Niđurstađa ríkissaksóknara vegna kćru minnar barst mér í hendur 9.mars 2012.

„Rannsókn sakamála er í höndum lögreglu, sbr. 1. mgr. 52. gr. laga um međferđ sakamála. Í 2. mgr. sama ákvćđis segir ađ lögregla skuli hvenćr sem ţess er ţörf hefja rannsókn út af vitneskju eđa grun um ađ refsivert brot hafi veriđ framiđ hvort sem henni hefur borist kćra eđa ekki.

Eftir yfirferđ gagna málsins verđur ekki annađ ráđiđ en ađ máliđ varđi fyrst og fremst einkaréttarlegan ágreining á milli kćranda og SP-Fjármögnunar hf. er byggir á kröfuréttar- og samningssambandi ţeirra á milli. Verđur ađ telja réttara ađ ađilar leysi slíkan ágreining sín á milli um uppgjöriđ og annađ sem tengist viđskiptum ţeirra međal annars eftir reglum laga nr. 91/1991 um međferđ einkamála.

.......

Í ljósi framangreinds er tekiđ undir rökstuđning embćttis sérstaks saksóknara frá 17. janúar 2012 er lá til grundvallar ákvörđun embćttisins um ađ vísa kćrunni frá međ vísan til 4. mgr. 52. gr. laga um međferđ sakamála, ţar sem ekki ţótti efni til ađ hefja lögreglurannsókn út af henni.  Ţá er einnig tekiđ undir rökstuđning embćttisins frá 9. febrúar 2012.

Međ skírskotun til ţess sem rakiđ hefur veriđ hér ađ framan og eins og atvikum er háttađ verđur ekki taliđ ađ embćtti sérstaks saksóknara beri ađ verđa viđ beiđni kćranda um rannsókn.

Niđurstađa:

Ákvörđun embćttis sérstaks saksóknara, dags. 17. janúar 2012, um ađ vísa frá kćru međ vísan til 4. mgr. 52. gr. laga um međferđ sakamála, er hér međ stađfest.

Svo mörg voru ţau orđ.

Viđ međferđ málsins ritađi fulltrúi sérstaks saksóknara ríkissaksóknara bréf.  Í ţví komu m.a. fram eftirfarandi ummćli sem mér finnast ađfinnsluverđ:

"Í kćru Erlings er ekki gerđ grein fyrir í hverju hin meinta blekking var fólgin né ađ starfsmenn eđa fyrirsvarsmenn SP Fjarmögnunar hafi misnotađ sér ranglega hugmynd hans um ađ honum bćri ađ endurgreiđa lániđ enda mátti honum vera Ijóst ađ hann fengi bifreiđina ekki endurgjaldslaust.  Ţá verđur ekki byggt á greiđsluáćtlun sem byggđ er á hinni ólögmćtu gengistryggingu."

Ég lýsti mjög nákvćmlega hvernig ég taldi á mér brotiđ eins og sjá má hér:

"K...... G.... átti hlut ađ ţví ađ beita saknćmum blekkingum til ađ ná viđskiptum mínum međ ţví ađ sýna í reiknivél á vefsíđu fyrirtćkisins, og í greiđsluáćtlun, útreikninga sem ekki stóđust lög um vexti og verđtryggingu, og ađ leggja launung á ţá stađreynd ađ gengistrygging lána viđ dagsgengi erlendra gjaldmiđla vćri ekki heimil samkvćmt sömu lögum. Vakti hann ţar međ villu mína ađ gengistryggđur kaupleigusamningur međ höfuđstól í íslenskum krónum vćri fullkomlega löglegur. Ţađ voru ţví blekkingar framkvćmdar til ađ ná fram fjárhagslegum ávinningi enda hafđi hann gert samning viđ stjórn fyrirtćkisins ađ fá árangurstengdan ágóđahlut úr starfsemi fyrirtćkisins sbr. útskýringar á liđ 23 á bls. 20 í ársreikningi fyrir áriđ 2007."

Ég tel ađ ég haldi ţví skýrt fram hver ég tel ađ blekkingin sé og ađ hún vćri á ţann hátt ađ gerđur hefđi veriđ ólögmćtur samningur í hagnađarskyni sem sé refsivert athćfi ađ mínu mati.  Engu ađ síđur taldi fulltrúi sérstaks ađ ég hefđi ekki lýst í hverju hin meinta blekking var fólgin!

Ţá er mér hulin ráđgáta hvađan fulltrúi sérstaks saksóknara fćr ţá hugmynd ađ ég telji mér ekki skylt ađ endurgreiđa ţađ sem lánađ var.  Ég hef aldrei haldiđ ţví fram á neinum tímapunkti ađ mér bćri ekki ađ endurgreiđa lániđ, heldur tel ég ađ einungis megi innheimta ţann heildarlántökukostnađ sem tilgreindur er í greiđsluáćtlun og ekki megi innheimta lántökukostnađ sem er umfram upphćđ.  Slíkt sé tilraun til fjárdráttar hvađ sem líđur ákvćđum (Árna Páls)laga nr. 151/2010 um endurreikning.

Ákćra saksóknaraembćttis vegna hegningarlagabrots myndi líklega kalla á holskeflu kćra vegna slíkra samninga, hvađ ţá ef sakfelling nćđist í slíku máli.  Hvort ţađ hefur haft áhrif á niđurstöđu saksóknara um frávísun skal ósagt látiđ.  En ég minni á ađ saksóknari gaf út ákćru í máli fyrrum forsvarsmanna Lífeyrissjóđs starfsmanna Kópavogsbćjar vegna ólögmćtra lána og rangrar upplýsingagjafar til Fjármálaeftirlitsins.  Ég hef bent Fjármálaeftirlitinu á rangar tilkynningar SP-Fjármögnunar hf. vegna starfsheimilda sem ţeir gáfu upp ađ vćru nýttar viđ gildistöku laga um fjármálafyrirtćki áriđ 2002 en FME ţótti ekki ástćđa til ađ ađhafast neitt vegna ţessara ábendinga.  Undir tilkynningarnar skrifađi Pétur Gunnarsson ţáverandi fjármálastjóri SP.

Í fréttaţćtti Stöđvar 2 í kvöld, Ísland í dag, var rćtt viđ Elías Pétursson, fyrrverandi jarđverktaka, sem íhugar skađabótamál á hendur SP-Fjármögnun hf., sem nú starfar undir merkjum Landsbankans, vegna óbilgjarnra innheimtuađgerđa gegn fyrirtćki hans.  Láti hann verđa af ţessari fyrirćtlan óska ég honum góđs gengis.

Ađ síđustu vil ég benda á ađ 3 fyrrum forstöđumenn SP-Fjármögnunar hf., gengu nýlega til liđs viđ MP banka í ţví skyni ađ opna eignaleigusviđ á vegum bankans.  Ég bendi fólki á ađ lesa vel alla samningsskilmála sem ţessir 3 menn hafa umsjón međ, kjósi ţađ á annađ borđ ađ eiga viđskipti viđ eignaleigusviđ sem ţeir stýra.  Eitt er víst, ég verđ ekki viđskiptavinur MP banka međan ţessir menn sitja ţar í stólum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband