Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

#158. Persónuvernd á villigötum?

Þetta er ótrúlegur úrskurður Persónuverndar.  Íslandsbanki var ekki til á núverandi kennitölu á árunum 1995-1997 og gat því ekki veitt manninum lán á þeim tíma né átt við hann viðskipti.  Hvernig gat Íslandsbanki varðveitt upplýsingar vegna viðskiptasögu mannsins fyrir tímabil sem hann starfaði ekki?  Viðskiptin voru gerð við allt annan Íslandsbanka, sem síðar breytti um nafn og varð Glitnir árið 2006, og fór á hausinn í október 2008. 

Ég er löngu hættur að botna í opnberri stjórnsýslu og lagaframkvæmd þegar kemur að íslenskum bönkum.  Svona úrskurður sýnir að "hið opinbera" og eftirlitsaðilar líta á nýju bankana sem þá sömu og fyrir hrun þrátt fyrir að ekki sé um sama lögaðila.

Þessi úrskurður opnar á að allir bankarnir geti "varðveitt", og þar með haft óheftan aðgang að upplýsingum um viðskipti almennings á liðnum tíma við allt annan lögaðila, þegar núverandi bankar voru hreinlega ekki til.  Óskiljanlegt!


mbl.is Heimilt að varðveita upplýsingar um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband