Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2016

#264. Enn um hrađlest

Í niđurlagi fréttarinnar er svohljóđandi setning:

"Hrađlest myndi stytta leiđina frá flug­vell­in­um til Reykja­vík­ur um fimmtán til átján mínút­ur."

Ţetta er klaufalega orđađ. Leiđin styttist ekki neitt ţó lestarsamgöngur verđi notađar, heldur er ţađ ferđatíminn sem styttist um einhverjar mínútur.

Reyndar lýst mér illa á ţessa framkvćmd vegna ţess ađ mér finnast arđsemisforsendur hennar vafasamar. Ferđakostnađur verđur umtalsvert hćrri en nú er og heildarferđatími frá heimili á höfuđborgarsvćđinu til flugvallar verđur svipađur og nú ţegar tekiđ er tillit til tímans frá heimili ađ brautarstöđ og biđtíma á stöđinni.

Ţá munu menn leita til lífeyrissjóđa um fjármögnun og ţađ verđur glatađ fé ađ mínu mati.

Sjá annars hér: http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/entry/1407388/

 

 

 


mbl.is Viđrćđur um flugvallarlest í gang
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband