#264. Enn um hraðlest
8.1.2016 | 08:24
Í niðurlagi fréttarinnar er svohljóðandi setning:
"Hraðlest myndi stytta leiðina frá flugvellinum til Reykjavíkur um fimmtán til átján mínútur."
Þetta er klaufalega orðað. Leiðin styttist ekki neitt þó lestarsamgöngur verði notaðar, heldur er það ferðatíminn sem styttist um einhverjar mínútur.
Reyndar lýst mér illa á þessa framkvæmd vegna þess að mér finnast arðsemisforsendur hennar vafasamar. Ferðakostnaður verður umtalsvert hærri en nú er og heildarferðatími frá heimili á höfuðborgarsvæðinu til flugvallar verður svipaður og nú þegar tekið er tillit til tímans frá heimili að brautarstöð og biðtíma á stöðinni.
Þá munu menn leita til lífeyrissjóða um fjármögnun og það verður glatað fé að mínu mati.
Sjá annars hér: http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/entry/1407388/
Viðræður um flugvallarlest í gang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#263. Svar Bjarna.....
19.9.2015 | 12:53
Svar Bjarna við bréfi Víglundar Þorsteinssonar ætti að vera stutt og laggott: "Hey gamli, borgaðu fyrir Sementsverksmiðjuna!"
Þessi gamli fauskur ætlar að reyna fram á grafarbakkann að ná BM Vallá til baka. Það er hans eina markmið.
Víglundur: Bjarna bíður ísköld ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#262. Ísraelsmenn æfir
15.9.2015 | 23:01
Ísraelsmenn eru æfir yfir ákvörðun Reykjavíkurborgar að sniðganga vörur frá Ísrael. Ákvörðunin veikir verulega útflutning Ísraels enda voru viðskipti við Reykjavíkurborg mikilvægur hlekkur í utanríkisverslun þeirra.
Nei, í alvöru?! Hvað er að þessu liði í borgarstjórn að eyða tíma í að ræða þessa einkapólitík Bjarkar Vilhelmsdóttur? Hvað er næst? Utanríkismálanefnd Reykjavíkurborgar?
Tíma borgarstjórnar er betur varið í að ræða málefni sem standa borginni nær en krossferðir Bjarkar og eiginmanns hennar til Mið-Austurlanda. En Björk getur þá væntanlega kvatt borgarstjórn sátt um að hafa loksins áorkað einhverju með setu sinni þar.
Samþykkti sniðgöngu á ísraelskum vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)