Bloggfćrslur mánađarins, október 2010

#72. Ólögmćtir vaxtaútreikningar á vangreiđslum bílalána.

Í Morgunblađinu í dag er grein eftir Sturlu Jónsson endurskođanda hjá Nordik Finance.  Hann tekur ţar fyrir endurútreikninga fjármálafyrirtćkjanna eftir dóm Hćstaréttar í september.  Ţórdís Sigurţórsdóttir birtir greinina á bloggsíđu sinni međ leyfi höfundar.  Sturla veltir upp ţeirri spurningu hvort kröfuhafi megi reikna vexti á reiknađar vangreiđslur viđ endurútreikninga.

Ađ mínu mati bannar 7.gr vaxtalaga afdráttarlaust ađ reikna skuli dráttarvexti af vangreiđslum, en ţar segir skýrt:

"Ef atvik sem varđa kröfuhafa og skuldara verđur ekki um kennt valda ţví ađ greiđsla fer ekki fram skal ekki reikna dráttarvexti ţann tíma sem greiđsludráttur verđur af ţessum sökum. Sama á viđ ef greiđsla fer ekki fram vegna ţess ađ skuldari neytir vanefndaúrrćđa gagnvart kröfuhafa eđa heldur af öđrum lögmćtum ástćđum eftir greiđslu eđa hluta hennar." 

Reiknađar "vangreiđslur" eru til komnar vegna ólögmćtra athafna lánveitanda, eđa kröfuhafa, á lánstímanum.  Samningarnir voru ólögmćtir sbr. dóm Hćstaréttar í máli 92/2010 frá 16. júní.  Hér er ţví sem sagt um ađ rćđa atvik sem varđa kröfuhafa og skuldara verđur ekki um kennt.   Ađ rukka vexti á vangreiđslur er ţví einfaldlega ólöglegt sbr. 1.mgr. 7 gr. ađ ofan.

Fjármögnunarfyrirtćkin eru nú ađ hefja innheimtu ţessara lána ađ nýju.  Sum hafa ţegar sent út gögn vegna skilmálabreytinga, t.a.m. Íslandsbanki Fjármögnun.  Í endurgerđum samningsskilmálum ţessara „kaupleigusamninga", er lántaki enn kallađur leigutaki og kröfuhafi, Íslandsbanki Fjármögnun, nefndur leigusali.   Hćstiréttur úrskurđađi slíka kaupleigusamninga í reynd lánasamninga sem kröfuhafi hafi kosiđ ađ fćra í búning leigusamnings.  Hér á ţví međ réttu ađ nefna samningsađila lántaka og lánveitanda og samninginn lánssamning eđa neytendalán.

Ég hvet fólk ađ fara varlega í ađ skrifa gagnrýnislaust upp á ţessa samninga án fyrirvara og krefja kröfuhafa um skýringar á ţví hvađan heimildir fyrir ţessum vaxtaútreikningum eru fengnar.


mbl.is Lýsing hefur lokiđ fyrsta hluta endurútreiknings
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

#71. Hvert var viđmiđiđ?

Fáranlegt orđalag í fréttinni ţar sem sagt er ađ međafjöldi bíla sem fór um Héđinsfjörđ sé óvenjulegur miđađ viđ árstíma. Bíđum nú viđ....er ţetta ekki nýr vegur um óbyggđan fjörđ? Hvert var viđmiđiđ? Smile
mbl.is 500 bílar á dag um Héđinsfjörđinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

#70. Glćpir virđast borga sig....

Á undanförnum árum höfum viđ séđ mýmörg dćmi ţess ađ glćpir virđast borga sig.....ef um eftirlitsskyldan ađila er ađ rćđa.  Ég segi virđast ţví ég ber enn von í brjósti um ađ ábyrgir ađilar verđi látnir gjalda fyrir ţessi afbrot sín.

Ég sá eitt dćmi um svona glćpahagnađ í dag.  Ég skođađi ársreikning SP-Fjármögnunar hf. fyrir 2009.  Honum var skilađ til RSK 7. október sl.  Sama dag og svokölluđum endurútreikningi lánasamninga fyrirtćkisins var lokiđ.  Alla vega fyrstu lotu ţví eftir standa margir fjármögnunarleigusamningar sem SP telur ađ falli ekki undir dóm Hćstaréttar eđa „óvissa" sé um ađ falli ţar undir.  Ţetta falsskjal sýnir rekstrarhagnađ upp á 5,5 milljarđa sem líklega er gjafagjörningur Hćstaréttar ađ mestu leyti.  Eiginfjárhlutfall er sagt 28,8%.  Ţetta er mikill viđsnúningur frá árinu 2008, sem fćst ađ mestu međ dómi Hćstaréttar en einnig ţćtti NBI sem breytti 35,5 milljarđa láni í hlutafé ađ nafnvirđi tćplega 1,1 milljarđur voriđ 2009.  Hverjar 330 lánađar krónur urđu ađ einni krónu nafnverđs hlutafjár viđ ţessa breytingu.  1 krónu!  En SP-Fjármögnun hf. var rekiđ á undanţágu Fjármálaeftirlitsins fyrstu 4 mánuđi 2009 eins og ég greindi frá í fćrslu 15.ágúst sl. vegna ţess ađ eiginfjárhlutfall félagsins var neikvćtt um 33,5% í árslok 2008. 

NBI mun líklega gera allt til ađ halda lífi í ţessu glćpafélagi og enn er svigrúm til ţess ţví lántaka SP-Fjármögnunar hf. stendur í 35,7 milljörđum, sem ađ öllu leyti eru frá móđurfélaginu, NBI hf.  Bankanum okkar.  Bankanum sem mun vinna ötullega ađ ţví ađ sjá til ţess ađ glćpastarfsemin í Sigtúninu fái ađ dafna um ókomin ár.   Ţví ţessu láni mun vćntanlega verđa breytt í hlutafé, eins og fyrri lánum til ađ halda félaginu á floti, ef ţörf krefur.

Já, Kjartani Georg hefur tekist ađ bjóđa almenningi og fyrirtćkjum upp á ólöglega gjörninga um árabil, en ţarf ekki ađ sćta ábyrgđ.  Alla vega fram ađ ţessu.  Honum virđist hafa tekist ađ stunda eftirlitsskylda starfsemi án heimilda Fjármálaeftirlitsins og honum hefur tekist, ađ komast upp međ ađ greina Fjármálaeftirlitinu ranglega frá ţví hvađa starfsheimildir SP-Fjármögnun hf. nýtti viđ gildistöku laga nr. 161/2002, en slíkt athćfi er refsivert athćfi skv. b-liđ 112.gr. sömu laga og varđar fangelsi allt ađ 2 árum.  Og í klappliđinu eru Hćstiréttur, Fjármálaeftirlitiđ og NBI.

Ţetta er nćstum hinn fullkomni glćpur.


mbl.is Endurútreikningi ađ ljúka hjá SP-fjármögnun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

#69. SP-Fjármögnun hf. ţakkar fyrir ţolinmćđina en hvenćr biđjast ţeir afsökunar?!!.

Í tillkynningu á heimasíđu sinni ţakkar SP-Fjármögnun viđskiptamönnum sínum ţolinmćđina vegna endurútreiknings á viđskiptasamningum fyrirtćkisins.  Henni lýkur međ svohljóđandi orđum:

"Ađ endingu viljum viđ ţakka viđskiptavinum okkar fyrir ţá ţolinmćđi sem ţeir hafa sýnt okkur á ţessum erfiđu tímum og vonum ađ okkar samstarf verđi farsćlt í framtíđinni."

Hvílík hrćsni!

Hvernig vćri fyrir SP ađ byrja á ađ biđja viđskiptavini sína afsökunar á ţví óréttlćti sem fyrirtćkiđ sýndi viđ harkalega innheimtu viđskiptasamninga ţess???  Á svikunum međ ólöglegum lánasamningum og óréttmćtum samningsskilmálum ţeirra?  Á innheimtuađferđum handrukkara ţess?

Hversu margir einstaklingar og fyrirtćki hafa orđiđ fyrir barđinu á óţolinmćđi SP-Fjármögnunar hf. og tapađ bílum og tćkjum og fjármunum í baráttu sinni viđ ţetta glćpafyrirtćki?  Ţrátt fyrir ađ ítrekađ hafi veriđ bent á ađ gjörđir ţeirra samrćmdust ekki landslögum.  Hvenćr biđjast ţeir afsökunar á ţví ađ ljúga ađ yfirvöldum?  Sem er reyndar refsivert athćfi.  Sjá rökstuđning hér og hér.

Ţađ verđur sennilega margfrosiđ í neđra áđur en viđ sjáum iđrun í Sigtúninu.


mbl.is SP hefur lokiđ fyrsta áfanga endurútreiknings
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

#68. Byrjum ţá á SP-Fjármögnun hf.

Ef ţetta frumvarp Guđlaugs Ţórs verđur ađ veruleika vil ég leggja til ađ byrjađ verđi á SP-Fjármögnun hf.  Ţađ fyrirtćki var gjaldţrota í lok árs 2008 og hefđi átt ađ loka ţví ţá.  Fjármálaeftilitinu barst tilkynning frá stjórnendum SP ţessa efnis 19.desember 2008.  Fyrirtćkiđ hélt ţó áfram rekstri og ólögmćtum vörslusviptingum undir verndarvćng FME ţar til ţađ var endurfjármagnađ voriđ 2009.  Sú endurfjármögnun fór ţannig fram ađ Landsbankinn breytti 35 milljarđa láni til fyrirtćkisins í hlutafé upp á 1 milljarđ.  Ég ritađi fćrslu um ţetta í ágúst sl. Sjá hér.  Og enn situr hann sem fastast, framkvćmdastjóri fyrirtćkisins frá upphafi, Kjartan Georg Gunnarsson.  Stjórn Landsbankans, eigenda SP-Fjármögnunar hf., virđist ekki telja ţörf á ađ hann sćki sér nýtt umbođ til ađ stýra dótturfélagi ţess, SP-Fjármögnun hf. á  sama hátt og bankinn lét framkvćmdastjóra sína gera nýlega, ţrátt fyrir ađ hafa keyrt fyrirtćkiđ í ţrot í árslok 2008, og svikiđ viđskiptavini ţess um árabil međ ólöglegum viđskiptasamningum og vörslusviptingum. Hvorki Anna Bjarney Sigurđardóttir, fyrrverandi framkvćmdastjóri Viđskiptabankasviđs Landsbankans og stjórnarformađur SP-Fjármögnunar hf. né Jón Ţorsteinn Oddleifsson, fyrrum framkvćmdastóri Fjármálasviđs og stjórnarmađur eru ţar í hópi nýráđinna.  Ekki veit ég hvort ţau starfa áfram innan Landsbankans.

Til hamingju međ framkvćmdastjóra SP-Fjármögnunar hf., Steinţór Pálsson!  Megi hann sitja sem lengst!


mbl.is Rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtćkja lögđ til
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband