#1. Kynning
30.3.2010 | 23:16
Á undanförnum mánuðum hefur mikið verið rætt og ritað um gengistryggingu lána, lögmæti eða ólögmæti hennar. Þegar ég sem leikmaður, fór að kynna mér málið sem lántakandi, var fyrst eins og ókleifur múrinn stæði rennisléttur fyrir mér og uppgangan vonlaus. Í hugann komu hugsanir eins og: "Þeir hljóta jú að vita hvað þeir eru að gera þessir menn. Hvað þeir mega og eiga að gera og hvað má og ekki má." En er það svo? Vita þeir eitthvað hvað þeir eru að gera? Smám saman fóru að birtast nibbur og sprungur sem mér fannst að athuga mætti betur.
Með þessu bloggi ætla ég mér að benda á nokkur atriði sem ekki hafa farið hátt í umræðunni en vert er að hafa í huga þegar málið er skoðað. Þetta eru atriði sem ég hef leitt hugann að þegar ég hef verið að lesa mér til um málið og haldið til haga fyrir mig. Sum eru jafnvel vanhugsuð, jafnvel röng en ef ég finn þeim ekki farveg í lögum og reglum minnist ég ekki á þau. Vonandi munu þessar hugleiðingar nýtast einhverjum til að halda fram rétti sínum, eða alla vega vekja einhverja til umhugsunar um hver rétturinn sé og sækja sér fróðleik um hann.
Athugasemdir
OOOO hvað ég hlakka til að lesa, skemmtileg lýsingin hjá þér af sjálfum þér.
P.S hvaða flokkur verður svo heppinn að fá þig inn fyrir kosningar ?
Beggi (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.