#7. Hugleiðingar um lánastarfsemi SP - 4. hluti

Höldum nú áfram þar sem frá var horfið í 3. hluta um og skoðum þá c-lið um framvirka samninga.  (Ég geng út frá því hér að lesendur séu kunnugir umræðunni þaðan.)

Hvað eru framvirkir samningar?  Ármann Þorvaldsson ritaði eftirfarandi texta á vef Kaupþings og er hann enn að finna á vef Arionbanka hér:  "Framvirkir gjaldmiðlasamningar:  Í stuttu máli má segja að framvirkur gjaldmiðlasamningur sé samningur á milli tveggja aðila, þar sem annar aðilinn skuldbindur sig til þess að kaupa ákveðna upphæð af gjaldeyri á ákveðnu gengi á umsömdum tíma í framtíðinni. Lengd framvirkra samninga er yfirleitt innan við ár...................Yfirleitt gera aðilar framvirka samninga til þess að verja einhverja stöðu í gjaldeyri, [eins og ég kem að síðar,) en þó þekkist það að gerðir séu samningar til þess eins að reyna að græða á gengisbreytingum. Þegar slíkt er gert, getur tap eða hagnaður af stöðunni verið mikill."

SP segir í ársreikningi sínum frá 2007 að það verji sig gegn gengisáhættu með framvirkum gjaldmiðlasamningum. Í fyrsta lagi má fyrirtækið ekki eiga viðskipti með slíka samninga skv. skilyrðum starfsleyfis síns og í örðu lagi má  það ekki eiga viðskipti með erlendan gjaldeyrir is og að ofan er lýst!  Þá spyrja hvers vegna þarf SP að verja sig gengisáhættu?  Í hvaða tilfellum er þetta nauðsynlegt?  Hvaða viðskipti/lánafyrirkomulag kallar á slíkt?  Ætti SP ekki þegar/að mestu að vera varið slíkri áhættu með gengistryggingu lánanna sem það veitir?  Ég velti fyrir mér hvenær SP kaupi þá erlendu gjaldmiðla sem um ræðir, fyrir sín gengistryggðu lán?  Er það gert sama dag og greiðsluseðill viðskiptamanns er myndaður eða síðar? Er SP að kaupa gjaldmiðla einhvern tímann á tímabilinu frá útgáfu greiðsluseðils til gjalddaga hans og eiga þar með möguleika á gengismun sem fer/fór hugsanlega beint í vasa Landsbankans aftur sem eiganda SP?  Fær SP þar gengisáhættu sem er varist með skortstöðu gegn krónunni eða hvað? Ef það keypti gjaldmiðla sama dag og greiðsluseðlar eru myndaðir væri engin gengisáhætta fyrir þau lán, þar sem keyptir væru gjaldmiðlar fyrir þá upphæð sem rukkuð er.  Hvaða gjaldeyristaða er varin með framvirkum samningum?  Lætur SP hugsanlegan hagnað af framvirkum gjaldmiðlasamningi ganga til viðskiptamanna sinna?  Ef svo er, með hvaða hætti er það gert?  Kaupir SP gjaldmiðla óháð þeirri upphæð sem er í skuld?  Hvernig samræmir SP upphæð skuldar og þá upphæð sem kaupa þarf hverju sinni?  Hversu mikið í einu kaupir SP af t.d. JPY og CHF?  Og hversu oft kaupir SP JPY og CHF til að verja sig gengisáhættu?  Er um spákaupmennsku að ræða?  Er ástæða gengisáhættu, víkjandi lán í erlendri mynt frá móðurfélagi SP, Landsbankanum, sem eru á gjalddaga 2015 og 2017 skv. ársreikningi frá 2007?  (Til glöggvunar eru víkjandi lán, lán sem ekki þarf að borga fyrr en önnur lán hafa verið greidd eða einhver önnur skilyrði eru uppfyllt).

Var SP sem sagt eingöngu fjármagnað með erlendri mynt árið 2007? Skoðum það: Skv. ársreikningi 2007 námu heildarskuldir í lok árs 44.282.000.000 = 44,2 milljarðar króna.  Heildarskuldir í erlendri mynt voru 39.804.277.000 = 39,8 milljarðar króna.  Mismunurinn 4,4 milljarðar voru þá væntanlega í íslenskum krónum, en aðrar skuldir, um 90%, var í erlendri mynt.  Í erlendum gjaldeyri sem fyrirtækið má ekki eiga viðskipti með! Magnað!

Klárum umræðuna um d-lið, gengisbundin bréf í næsta pistli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband