#10. Hugleiðingar um lánastarfsemi SP - 6. hluti

Í undanförnum færslum hef ég velt fram spurningum og hugleiðingum um lánastarfsemi SP og þau brot á starfsleyfi sínu sem ég tel að fyrirtækið hafi framið með framboði á gengistryggðum lánum.  Þó ég sé ekki löglærður maður tel ég ljóst eftir skoðun mína á gjörningunum að stjórnendur fyrirtækisins bera alla ábyrgð á starfseminni og þeim viðskiptagjörningum sem þar voru gerðir, eins og almennt er um stjórnendur lögaðila.

19. gr. laga um fjármálafyrirtæki segir: „Góðir viðskiptahættir og venjur.

Fjármálafyrirtæki skal starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði." 

Ég held að skoðun margra viðskiptamanna SP sé að vafi leiki á að svo hafi verið að málum staðið sérstaklega ef fyrirtækið fór fram úr starfsheimildum sínum.

En hver eru svo viðurlögin við broti á lögunum?  Þar segir í 110. gr.: „Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn:

1. 3. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis, ..............

Þá getur Fjármálaeftirlitið lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gróflega eða ítrekað gegn 19. gr. um góða viðskiptahætti og venjur.

Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til 20 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 50 þús. kr. til 50 millj. kr. Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.

Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi."

Og í: „112. gr. b. Sektir eða fangelsi.

Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn ákvæðum:

1. 3. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis,............."

Einnig í: „112. gr. c. Brot gegn lögum þessum er varða sektum eða fangelsi varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.

Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara er varða sektum eða fangelsi.

Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum."

Fróðlegt verður að sjá hvernig FME tekur á fyrirtækinu á komandi vikum og mánuðum ef röksemdir mínar verða staðfestar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband