#36. .....og svona svaraði Tryggvi Þór mínum spurningum:
15.7.2010 | 21:56
Í gær sendi ég Tryggva Þór Herbertssyni tölvupóst með 4 spurningum vegna ummæla á Pressunni í gær, 14 júlí um afskriftir NBI á lánum SP-Fjármögnunar hf. Hann svaraði að bragði með eftirfarandi í dag 15. júlí:
Sæll Finnur (innsk: ég heiti sko Erlingur.....einhver smá ruglingur hjá félaganum )
1. Hvaðan eru þessar upplýsingar komnar?
Það hefur verið greint frá þessu í fjölmiðlum
2. Hvenær voru þessar afskriftir NBI leiddar inn í SP-Fjármögnun hf.?
Það var síðasta vor eins og fram hefur komið í fjölmiðlum
3. Hversu háar voru þessar afskriftir í prósentum annars vegar og krónum hins vegar?
Er ekki með þetta á takteinum
4. Koma þessar upplýsingar einhvers staðar fram í gögnum aðgengilegum almenningi með auðveldum hætti?
Ekki umfram það sem greint hefur verið frá opinberlega.
Kveðja Tryggvi Þór"
Ég sendi honum svar. Benti honum á nafnaruglið og bað um að hann benti mér á dæmi um slíkan fréttaflutning þar sem slíkt hefði farið fram hjá mér. Fékk eftirfarandi:
Afsakaðu Erlingur nafnaruglið
Það liggur algjörlega fyrir SP var endurfjármagnað með því að NBI afskrifaði/felldi niður hluta lána sem voru á milli fyrirtækjanna. Ef þú efast um þessa fullyrðingu mína bendi ég þér á að hafa samband við SP og fá staðfestingu á þessu.
Kveðja
Tryggvi"
Þannig að núna hef ég sent fyrirspurn á Kjartan Georg Gunnarsson vegna þessarar ábendingar og bíð svara hans. Svörin verða birt hér á blogginu ef og þegar þau berast. Vonandi verður ekki löng bið á því.
Flokkur: Hugleiðingar um SP- Fjármögnun | Breytt s.d. kl. 21:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.