#47. Tilkynningar SP-Fjármögnunar hf. til FME

Í bloggfærslu þann 6.ágúst skýrði ég frá svörum Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurnum mínum vegna starfsleyfis SP-Fjármögnunar.

Til að styðja mínar fullyrðingar í þeirri færslu set ég hér inn færslu með tenglum á gögnin sem Fjármálaeftiritið sendi mér.  Gagnanna var aflað með með vísan til 3.gr. og 10.gr. upplýsingalaga og eru því opinber gögn aðgengileg almenningi sé eftir því leitað.  Mér er ekki kunnugt um að einstaklingum sé óheimilt að að birta gögn sem aflað er með vísan til þessara laga og birti því eftirfarandi tengla:

Dreifibréfið er sent til fjármálafyrirtækjanna heilum 2 mánuðum eftir gildistöku laganna.

Skjölin er ennfremur að finna hér á bloggsíðunni undir Tenglar/Skjöl.

Einhverra hluta vegna virðist SP-Fjármögnun hf. allt leyfilegt í eftirlitsskyldri starfsemi sinni án þess að í taumana sé tekið af ráðamönnum í virki FME á Suðurlandsbrautinni.  Ég segi virki vegna þess að þangað fer enginn inn nema skrá sig hjá vaktmanni í stigahúsi á fyrstu hæð og fá gestakort.  Gildir einu þótt erindið sé einungis inn í afgreiðsluna, enda er hún læst og þarf að hringja dyrabjöllu til að komast þangað inn, eftir að nafnið hefur verið tekið niður og skrásett á jarðhæð stigahússins og síðan ferðast í lyftu upp á 4.hæð.  Ég hef aldrei vitað aðrar eins kröfur til að komast inn í afgreiðslu neins fyrirtækis, hvað þá opinbers.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frábært, ég ætlaði að fara að biðja þig um afrit og hér eru þau komin.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2010 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband