#51. Óásættanleg staða í sjúkraflugi
18.8.2010 | 10:29
Það er ekki lengra síðan en vika að ég nefndi í bloggfærslu að það væri bara tímaspursmál hvenær ekki verður hægt að sinna útkalli vegna áhafnaskorts. Í sömu bloggfærslu nefndi ég að í landinu væru sjálfstæðir þyrlurekendur sem gætu hugsanlega sinnt einhverjum útköllum sem nú er sinnt af Landhelgisgæslunni, þar á meðal sjúkraflugi sem ekki krefst hífingarvinnu.
Norðurflug hf. er einn slíkur og hefur yfir að ráða þyrlu sömu tegundar og stærðar og var um árabil verið notuð við sjúkraflug og björgunarstörf við Íslandsstrendur.
Landhelgisgæslan skilaði nýlega leiguþyrlu af sömu gerð til eiganda síns þar sem ekki var til fjárframlag til að framlengja leigusamning hennar.
Á mánudagskvöldið komu 3 útköll og voru veðuraðstæður í Grímsey það slæmar að það þurfti þyrlu frá Landhelgisgæslunni til að sinna útkallinu. Nú er auðvelt að vera vitur eftir á en hefði þarna verið möguleiki að senda sjúkraflugvél/þyrlu á Höfn eftir manninum í Öræfunum en þyrluna strax til Grímseyjar? Veðurskilyrði á Suðurlandi voru mun betri en í Grímsey og því ekki eins takmarkandi fyrir aðra en Landhelgisgæsluna.
Ég tel eðlilegt að í þeim fjárskorti sem nú hrjáir Landhelgisgæsluna að skoðað sé að gera þjónustusamning við aðra þyrluflugrekendur um einfaldari sjúkraflugsvinnu þegar þyrlur Landhelgisgæslunnar eru ekki til staðar. Þessi staða er með öllu óásættanleg.
Slasaður maður var látinn bíða alla nóttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð færsla - takk fyrir hana -
Fyrir mörgum árum var efnt til menningarviðburðar í Háskólabíói ( mig minnir að nemendur Sjómannaskólans hafi staðið fyrir henni ) þar sem safna átti fyrir þyrlum - einni í hvern landsfjórðung -og þar sem ég reiknaði með því að sjómenn - fjölskyldur þeirra og borgarbúar almennt myndu fjölmenna fór ég degi fyrr og keypti miða fyrir mig og son minn - tryggja það að við kæmumst inn -
það er skemmst frá því að segja að í þessum 1000 manna sal sátum við tveir ásamt kanski 5-10 öðrum auk þeirra sem að skemmtuninni stóðu.
Það var undarleg tilfinning þegar málefnið var haft í huga.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.8.2010 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.