#54. Bónusgreiðslur framkvæmdastjóra SP

 

Í ársreikningi SP-Fjármögnunar hf. árið 2007 kemur fram að félagið hefur gert samning við framkvæmdastjóra um ágóðahlut sem ávinnst með ákveðnum skilyrðum á tilteknu tímabili.  Ekki kemur fram hvenær samningurinn var gerður en fékk framkvæmdastjóri  fyrirtækisins ágóðahlut sinn greiddan að fullu fyrir það ár.  Námu heildargreiðslur til framkvæmdastjórans árið 2007 36,7 milljónum króna.  Í töflunni hér að neðan hef ég tekið saman sambærilegar upplýsingar úr ársreikningum fyrirtækisins fyrir árin 2001-2008.  Hafa þarf í huga að laun og þóknanir stjórnar og framkvæmdastjóra, sem og skipting launagjalda fyrir árið 2001 er áætluð með hliðsjón af ársreikningi fyrir árið 2002 þar sem samsvarandi upplýsingar var ekki að finna í ársreikningi 2001.

 

Árstekjur frkv.stj

Hlutfall af launagjöldum

Alls laun og þóknanir til stjórnar og frkv.stj

Hlutfall af launagjöldum

Alls laun og launatengd gjöld

2001

11.112.944

14,35%

13.985.483

18,06%

77.439.000

2002

12.042.000

14,35%

15.157.000

18,06%

83.913.000

2003

12.414.000

13,46%

16.374.000

17,76%

92.220.000

2004

13.405.000

12,02%

17.965.000

16,11%

111.494.000

2005

22.650.000

11,93%

27.990.000

14,74%

189.931.000

2006

32.644.000

12,37%

38.044.000

14,42%

263.795.000

2007

36.665.000

11,53%

44.065.000

13,86%

318.006.000

2008

37.524.000

10,92%

45.884.000

13,36%

343.540.000

 

Borið saman við útlánaaukningu fyrir sama árabil sést að greinileg tenging er á milli útlána aukningar og árstekna framkvæmdastjórans.

 

Útlán og kröfur í krónum

Hlutfall einstaklinga af lántakendum

2001

9.419.130.741

42,70%

2002

8.642.725.112

43,50%

2003

10.621.429.401

43,60%

2004

14.231.653.000

51,90%

2005

21.822.288.000

51,60%

2006

37.118.315.000

61,50%

2007

47.682.860.000

49,70%

2008

58.026.832.000

47,80%

Á árinu 2008 tapaði  SP-Fjármögnun hf. 30,1 milljarði króna.  Engu að síður hækka ágóða hlutstengdar tekjur framkvæmdastjórans á milli ára um 900.000 kr.

Kjartan Georg Gunnarsson framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar hf.SP-Fjármögnun hf. er að fullu í eigu Nýja Landsbankans en var við bankahrun að 51% eignarhlut í eigu Landsbankans hins gamla.  Ágóðahlutur framkvæmdastjórans er að hluta til kominn vegna ólöglegra gengistryggðra lána fyrirtækisins.  Er eðlilegt að slíkir samningar standi óhaggaðir?  Er eðlilegt að framkvæmdastjórinn haldi ágóðahlut reiknuðum af ólöglegum samningum? Er slíkur ágóðahlutur réttmætur?

Framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar hf. er Kjartan Georg Gunnarsson. 

 


mbl.is Kaupaukasamningum rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð spurning og svarið er einfalt, NEI !

Hallgrimur Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 09:00

2 identicon

Setti rss - straum af síðunni þinni yfir á Samtök lánþega. Vona að það sé í lagi.

kv. Gandri.

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 10:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hagnað af lögbrotum ætti með réttu að gera upptækan.

Og loka svo bannsettu þjófabælinu með lögregluvaldi!

Guðmundur Ásgeirsson, 16.9.2010 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband