#59. Dreamliner á leið til Keflavíkur

Samkvæmt upplýsingum á flightaware.com er áætlaður komutími Dreamliner til Keflavíkur 6:32UTC. Þar má fylgjast með framgangi flugsins á korti. Takið eftir að síðan reiknar komutímann ranglega þar sem hún gerir ekki ráð fyrir að Ísland sé ávallt á UTC tíma, öðru nafni GMT, heldur gefur staðartíma upp sem UTC+1. Flugleiðin liggur frá Seattle yfir Kanada, um La Ronge, Saskatchewan, áfram yfir Churchill, Manitoba og út yfir Hudsonflóa. Þaðan áleiðis til Syðri-Straumfjarðar og yfir suðurodda Grænlands til Keflavíkur, þar sem lending er áætluð kl. 6:32, 2 mínútum á eftir vél Icelandair frá Boston.

Fyrir flugáhugamenn er flugleiðin samkvæmt flugáætlun svohljóðandi: SEA J505 YVC J540 YYL J539 YYQ NCAE EPMAN SF GANGI PEVAR MASIK DA 6500N 03000W GIMLI 6413N


mbl.is Dreamliner á leið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Er ekki borðliggjandi að ónefnt fyrirtæki í Kópavoginum hringi í Mr. Boeing og segist vera prospective buyer og útvegi þannig áhugasömum "lykilstarfsmönnum" skoðunarferð til KEF?

Kveðja af fjórðu hæðinni.

Róbert Björnsson, 1.9.2010 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband