#73. Leikurinn heldur áfram........

Hvernig er hægt að tapa því sem þú aldrei áttir?  Fjármálafyrirtækin áttu aldrei þessa 108 milljarða nema í bókum sínum.  Bækurnar voru ranglega færðar því fyrirtækin höfðu rangt við.  Þau sviku neytendur með ólöglegum gengistryggðum lánasamningum; samningum sem sumir voru „færðir í búning leigusamnings" sbr. dóm Hæstaréttar 16. júní.  Fyrirtækin sömdu ólögmæta samningsskilmála og frömdu umboðssvik; sögðu samning vera annað en hann var.  Hvers vegna ríkissaksóknari tekur ekki þessa umsögn Hæstaréttar á lofti og hjólar í fyrirtæki eins og SP-Fjármögnun hf. er óskiljanlegt.  Fyrirtækin frömdu fjársvik; innheimtu fjárhæðir sem ekki var samið um.  Nú hafa þau framið önnur fjársvik með að endurreikna eftirstöðvar lánasamningana, reiknað vexti á eftirstöðvarnar mörg ár aftur í tímann þvert á 7.gr. laga um vexti og verðtryggingu og hafið innheimtu þessara eftirstöðva. 

Og enginn hefur verið kærður enn vegna þessara svika.  FME stendur hjá og gerir ekki neitt.  Umboðsmaður skuldara stendur hjá og gerir ekki neitt.  Ríkissaksóknari sömuleiðis.  Samt bendir allt til þess að ítrekað hafi verið framin refsiverð athæfi skv. almennum hegningarlögum.  Forsvarsmenn sumra þessara fyrirtækja ættu að vera kærðir og dæmdir til fangelsisvistar.

29. október afhenti ég bréf í afgreiðslu SP-Fjármögnunar hf. þar sem ég óskaði svara og upplýsinga í 7 liðum, vegna birtra endurútreikninga, sem og eins liðar að auki þar sem ég óska eftir að bifreiðin verði umskráð á mitt nafn og afsal sent mér þar sem Hæstiréttur telur samning samskonar og minn vera lánssamning en ekki leigusamning.  Ég er þó aðeins hálfnaður með upphaflega samningstímann.  30. október svaraði lögfræðingur þess að hann myndi lesa erindi mitt mánudaginn 1.nóvember.  Síðan hef ég ekki heyrt frá fyrirtækinu þrátt fyrir tvær ítrekanir með tölvupósti.  Mér sýnist allt stefna í annan eltingarleik til að fá svör vegna þessa blessaða samnings sem ég er með við fyrirtækið.   Enn SP mun halda innheimtunni áfram af fullum krafti, það er víst.

Ég hef einnig sent stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins fyrirspurn vegna stöðu erindis sem ég sendi stofnuninni 29. apríl.  Erindið beindist að heimildum SP-Fjármögnunar til gjaldeyrisviðskipta, öllu heldur skorts þar á í starfsleyfi þess og þar með hugsanleg brot á starfsleyfinu, og þar með almennum hegningarlögum.  Erindinu hefur ekki verið svarað efnislega til þessa og leita ég skýringa hjá stjórnarformanni FME þar að lútandi.  Dragist svar á langinn mun ég senda Umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna seinagangsins.

Og svona til gamans þá átti ég afmæli 29.ágúst.   Smile


mbl.is 108 milljarða tap banka vegna myntkörfulána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er eitt sem ég skil ekki í samfélagi okkar - hvernig er hægt að bæta ólög með öðrum ólögum. Þó það væri hægt að vinna þetta mál fyrir Mannréttindadómstólum í Brussel þá kæmi sú skýring frá yfirvöldum hér á landi að sá dómstóll hefði ekki lögsögu hér á landi. Það eru þegar komnir nokkrir dómar frá þeim sem hafa verið hunsaðir hér.
Þetta klifur upp dómskerfið hér á landi og svo til Umboðsmanns Alþingis hefur lítið sem ekkert að segja gagnvart stjórnvöldum.
Yfirvöld koma fram við okkur eins og í Zimbabwe - þá hljótum við þegnarnir að koma fram við yfirvöld eins og í Zimbabwe.

Sumarliði Einar Daðason, 13.11.2010 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband