#75. ESB bregst sem bjargvættur Íra!

Eina aðalrök Samfylkingarinnar fyrir inngöngu í ESB að þar fengjum við aðstoð frá Seðlabanka Evrópu, reyndar með upptöku evru. Írland hefur verið aðili að Evrópusambandinu og forvera þess síðan 1973. Samt þurfa þeir núna að hlaupa í fang AGS vegna fjárþurrðar banka. Skyldi Össur vita af þessu?
mbl.is AGS á leið til Dublin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nei Össur veit ekkert af þessu.

Hann veit heldur ekki að Grikkland með Evru og í ESB er með 4 sinnum hærra skuldatryggingarálag en Ísland og 2-falt meira atvinnuleysi og miklu hærri ríkisskuldir heldur en Ísland. Landið er í raun gjaldþrota og í öndunarvél hjá AGS.

Hann veit heldur ekki að forráðamenn skoskra og Írskra sjómanna og útvegsmanna segja að óstjórnin í miðstýrðri fiskveiðistefnu ESB apparatsins hafi nær því gengið að atvinnugreininni dauðri hjá þeim. Þeir segja að ef þið viljið eyðileggja blómlegan sjávarútveg ykkar þá endilega gangið í ESB, annars skuluð þið sem allra lengst halda ykkur fyrir utan og alls ekki láta plata ykkur með því að þið munið hafa svo mikil áhrif á stefnu og stefnuleysi þessa skrifræðis svarthols. Því var nefnilega líka logið að okkur á sínum tíma en reyndist hjómið eitt. Við höfum aldrei haft neitt að segja.  

Hann veit heldur ekki að kjör almennings hafa verið skert meira og verr í flestum ESB ríkjum talsvert meira en á Íslandi.

Hann veit heldur ekki að Evran er þegar búinn að eyðileggja atvinnu- og efnahagslíf margra Evru landanna og að margir frægustu hagfræðingar heims segja að þessa uppdigtaði elítu gjaldmiðill silkihúfanna í Brussel sé dauðadæmdur. 

Hann veit heldur ekki að meirihluti þjóðarinnar sér í gegnum ESB lygina hans og mun aldrei vilja ganga þessu ofstjórnar- skrifræðis helsi á hönd.

Össur veit ekkert í sinn haus enlifir í draumaheimi þar sem hann hefur þann æðsta draum að verða ein af silkihúfum ESB elítunnar í Brussel !

Gunnlaugur I., 17.11.2010 kl. 11:51

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir nú er ekki lengur hægt að bara blogga um þetta við verðum að fara í raunhæfar aðgerðir gegn þessum landráðamanni og landráðastjórn eins fljótt og auðir er því að hver dagur er dýrmætur í átt að feigðarósi!

Sigurður Haraldsson, 17.11.2010 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband