#81. Sleppur framkvæmdastjórinn?

Jón Þorsteinn er þriðji annar aðilinn sem setið hefur í stjórn SP-Fjármögnunar hf. sem hefur verið handtekinn eftir bankahrun.  Hinir eru Sigurjón Þ. Árnason og Ragnar Z. Guðjónsson (viðbót kl: 15:37 20.jan: Ragnar Z. var ekki handtekinn og er það leiðrétt hér með.  Biðst ég afsökunar á þessari misfærslu.  Hann var hinsvegar ákærður vegna Exeter málsins) .  Þá hefur Elín Sigfúsdóttir sætt yfirheyrslum sérstaks saksóknara. 

Hvað með framkvæmdastjóra SP, sem vélaði fé af viðskiptamönnum með ólöglegum samningskilmála gengistryggingar?  Er það eigi refsivert athæfi?  Hvað með uppgjör SP vegna slíkra viðskiptasamninga?  Var öllum söluhagnaði alltaf skilað til lánþega? 

FME sá ástæðu til að benda fjármálafyrirtækjum á með bréfi 30. ágúst 2010að skv. 1.mgr.19.gr laga um fjármálafyrirtæki ber þeim að stunda eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármagnsmarkaði.  Efni bréfsins ber þess merki að fjármálafyrirtæki hafi ekki alltaf látið skuldara njóta góðs af þeim hagnaði sem myndast þegar bifreið er seld á hærra verði en matsverð hennar hljóðar á um samkvæmt uppgjöri.  FME neitaði mér um afrit af svarbréfum fjármögnunarfyrirtækjanna, Avant, Íslandsbanka fjármögnunar , Lýsingar og SP-fjármögnunar hf.  við fyrirspurn FME frá 9. apríl.  Sú neitun er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

Á Kjartan Georg Gunnarsson eftir að sitja fyrir svörum Ólafs Þórs og hans fólks?


mbl.is Staðfestir handtökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Og gleymum ekki nótulausu viðskiptum SP fjármögnuna sem „gleymdu" að gefa út sölureikninga og rukka líka fólk í uppgjörum sínum um kostnað v. viðgerða, skoðunar o.fl. án þess að menn fái fyrir því reikninga. Kallast skattsvik.

Það sama á við um hin fjármögnunarfyrirtækin.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 20.1.2011 kl. 14:57

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

p.s. ljósrit af reikningum útgefnir á SP duga ekki, SP á að gefa út reikninga á kúnnana sem látnir eru kaupa varahluti og fleira.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 20.1.2011 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband