#89. Spyrjið um bónusana hans Kjartans.........
21.2.2011 | 21:17
Fjölmiðlar ættu að spyrja um aukagreiðslurnar sem Kjartan fékk á árunum 2005-2009 vegna árangurstengds ágóðahlutar í afkomu SP-Fjármögnunar. Fyrirtækis sem varð gjaldþrota í árslok 2008 undir hans stjórn vegna ólöglegra samningsskilmála. Lauslega áætla ég þessa bónusa um 63 milljónir króna sem fengust af ólöglegum fjármálagjörningum sbr. dóm Hæstaréttar frá 16. júní. Á árinu 2008 tapaði SP-Fjármögnun hf. 30,1 milljarði króna og í kjölfarið lagði Nýji Landsbankinn SP til nýtt hlutafé vorið 2009 með því að breyta 35 milljarða láni í 1,1 milljarðs hlutafé! Engu að síður hækkuðu (ágóðahlutstengdar) tekjur framkvæmdastjórans á milli áranna 2007-2008 um 900.000 kr. Árið 2009 námu árstekjurnar einungis 19 milljónum og lækkuðu um 18 milljónir á milli ára. Miðað við dóm Hæstaréttar 16. júlí 2010 hefur afkoma félagsins verið ranglega kynnt árin á undan og þessi ágóðahlutur því óréttmætur. Hefur framkvæmdastjórinn verið krafinn um endurgreiðslu hans?
Og nú þykir allt í lagi að rifta samningum fólks í greiðsluskjóli Umboðsmanns skuldara! Þarna sé bara galli sem verði að leiðrétta. Þetta er að mínu mati einfaldlega viðurstyggileg framkoma við viðskiptamenn af því það er hola" í lögunum. En Kjartani er að fullu í sjálfsvald sett að ákveða að gefa þessu fólki grið í ljósi hverrar stöðu það er í. Hann ber jú ábyrgðina af daglegum rekstri SP-Fjármögnunar,...... nema þegar SP brýtur lög.
HELVÍTIS FOKKING FOKK BARA!!!!!
Samningum rift – fólk beðið um að skila bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Hugleiðingar um SP- Fjármögnun | Breytt s.d. kl. 21:23 | Facebook
Athugasemdir
En bíddu nú við... ef þetta er "árangurstengdur ágóðahlutur" og fyrirtækið fór á hausinn upp á 35 milljarða.....
Ætti Kjartan þá ekki að fá gíróseðil í stað launaseðils?
Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2011 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.