#90. Fleiri fá ofurlaun

Það eru ekki bara bankastjórar „stóru" bankanna sem hafa fengið ofurlaun.  Ég vil nota tækifærið og minna á 2 vikna gamla færslu mína frá 21. febrúar sl.  Framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar hefur fengið ofurlaun á undanförnum árum með ágóðahlut sínum af ólögmætum hagnaði af lánastarfsemi SP.  Er ekki eðlilegt að hann skili þessum ólöglega fengnu peningum?  Ég á eftir að sjá Sjálfstæðismenn ráðast á illgresið í þessum bakgarði sínum en stjórnarformaður SP var um langt árabil aðalpeningasmalari Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson.

Nú er SP-Fjármögnun hf. að fullu í eigu þjóðarinnar í gegnum Nýja Landsbankann eftir hlutafjáraukningu árið 2009 til að bjarga því frá gjaldþroti.  Nema hlutafjáraukninginn kostaði 35,4 milljarða til að búa til 1,1 milljarð í hlutafé.  Einhvern veginn flýtur þetta fyrirtæki framhjá fréttaumræðunni af fjármálabullinu.

Jóhanna gagnrýndi ofurlaunin á Facebook-síðu sinni í gær.  Hvernig væri að taka á þessu rugli þegar það á sér stað í gegnum almenningsfyrirtæki eins og að ofan greinir?  Hvenær endar þessi vitleysa?


mbl.is Ótrúlegar fréttir af launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afhverju er ekki búið að loka þessu fyrirtæki?

Það er ólöglegt frá rótum og upp í topp!

Ég neita að vera hlynntur því að Hells Angels verði bannaðir, fyrr en búið verður að loka SP Fjármögnun. Að leyfa eina tegund skipulagðrar glæpastarfsemi en banna aðra er ekkert annað en hræsni.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2011 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband