#110. SP-Fjármögnun hf. í dauðateygjunum í núverandi mynd.
9.5.2011 | 20:47
Það fór sem ég setti fram í bloggfærslu 24.júní 2010 að fyrir SP-Fjármögnun hf. lægju sömu örlög og eignaleigunnar Lindar hf. sem rann inn í eiganda sinn, forvera Landsbankans núverandi, Landsbanka Íslands árið 1994. Tap bankans nam einungis" 80,5 milljónum króna þegar hlutafé Lindar var aukið um 115 milljónir króna í lok desember 1990 en tap Landsbankans núverandi á SP-Fjármögnun hf. er heldur meira. Árið 2009 varð bankinn að breyta 35,6 milljarða króna láni í nýtt hlutafé til að bjarga SP-Fjármögnun hf. frá gjaldþroti og frá missi starfsleyfis. Hverjar 330 lánaðar krónur urðu að 1 krónu nafnverðs. Góð fjárfesting það.
Það sem er framkvæmt ólöglega er glæpur að mínu viti. Enn hefur enginn forsvarsmanna SP-Fjármögnunar hf. verið ákærður vegna ólöglegra athafna fyrirtækisins. Kjartan Georg Gunnarsson framkvæmdastjóri hefur frá 2007 fengið um 63 milljónir í árangurstengdar greiðslur af ágóða fyrirtækisins, ágóða sem reyndist loftbóla og til kominn vegna ólöglegra gjörninga í starfsemi sem var gjaldþrota í árslok 2008. Tær snilld eða þannig. Fróðlegt verður að sjá afdrif framkvæmdastjórans nú við sameininguna við Landsbankann. Verður hann látinn greiða til baka þessar innistæðulausu árangurstengdu greiðslur við sameininguna?
Er Steinþór Pálsson tilbúinn að axla ábyrgð af ólöglegum gjörningum SP-Fjármögnunar hf. á undanförnum árum? Eða mun hann loks stoppa framferði fyrirtækisins?
Eitt er víst að SP-Fjármögnun hf. er í dauðateygjunum í núverandi mynd og örlög þess eru þau sömu og eignaleigunnar Lindar hf. árið 1994 að renna inn í eiganda sinn. Er glæpastarfsemi Kjartans Georgs í Sigtúni 42 loksins að taka enda?
Eignaleigur sameinaðar Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Glæpahöfðinginn Kjartan Georg gerður að deildarstjóra í "bankanum þínum". Ætli þetta sé það sem átt er við með meintri "siðvæðingu" í ríkisrekstri? Sem óviljugur hluthafi vil ég taka það skýrt fram að þessi endurtekna ríkisvæðing skipulagðrar glæpastarfsemi er ekki með mínu samþykki, blóðsugur eru bara svona déskoti lífseigar.
Núna ættu viðskiptavinir að sameinast um að koma fram við bankann eins og hann og afkvæmin óguðlegu hafa komið fram: af geðþótta. Við gætum til dæmis ákveðið að greiða bara þegar við eigum einhvern pening afgangs eftir mánuðinn, og mæta í bankann til að vörslusvipta eitthvað sem hægt er að selja fyrir mat þegar vantar upp á. Þá verða kjarabætur fyrir almenning líka að sameiginlega hagsmunamáli, þetta hefst með samstöðumættinum!
:)
Guðmundur Ásgeirsson, 10.5.2011 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.