#111. Mál að linni!

Þessar fréttir um aðgangshörku fjármögnunarfyrirtækjanna koma ekki á óvart.  Fyrirtæki okkar landsmanna allra, SP-Fjármögnun hf., er sennilega það fyrirtæki sem verst kemur fram við skuldara.  Gunnlaugur Kristinsson fjallar um endurreikningana í grein á visir.is 30. mars sl. en hann hefur skoðað útreikninga SP Fjármögnunar m.a.

En nú er mál að linni.  Fjármögnunarfyrirtækin fengu lögin sín um hvernig ætti endurreikna samningana sína.  SP-Fjármögnun hf. sendi út greiðsluseðla samanber þessi lög rúmum 2 mánuðum áður en þau voru samþykkt.  Lögmaður fyrirtækisins hótaði mér að hringja á lögregluna til að henda mér út þegar ég leitaði skýringa.

SP-fjármögnun hf. sinnti ekki tilkynningaskyldu sinni með fullnægjandi hætti eftir setningu laga um fjármálafyrirtæki árið 2001.  Fyrirtækið stundaði gjaldeyrisviðskipti framhjá starfsleyfi sínu og tilkynnti Fjármálaeftirlitinu ekki að slík starfsemi væri stunduð.

Fyrirtækið gerði samninga við neytendur með ólögmætum samningsskilmálum og af þessu varð til útblásinn loftbóluhagnaður sem framkvæmdastjórinn fékk ágóða af samkvæmt starfskjarasamningi. Lauslega áætlað er um 60-70 milljónir að ræða í þessa launatengdu bónusa

Og enn túlka þessir menn að þarna sé um lánasamninga að ræða, sem eru verðbættir og bera vexti.  Eftir fjölda dóma sem segja annað!  Og síðan hvenær bera leigusamningar vexti?!

Og nú nefnir fyrrum sveitungi minn, velferðarráðherrann Gutti skólastjóri, að þarna virðist sem farið væri fram með öðrum hætti en stjórnvöld væru sátt við.  Jafnframt sagði hann að skoðað væri hvort setja þyrfti lög á túlkun fjármögnunarfyrirtækjanna.  Það er gagnlaust að setja en ein lögin sem ekki er framfylgt!  Þessi fyrirtæki virðast vera ríki í ríkinu og forsvarsmenn þeirra haga sér sem einræðisherrar.  Virðast komast upp með allt og ríkisvaldið horfir ekki einu sinni á!

Hér þarf að siga lögreglunni á mennina sem stýra þessum fyrirtækjum.  Það þarf að framfylgja lögum um vexti og verðtryggingu sbr. þá dóma sem fallið hafa.  Það þarf að framfylgja lögum um greiðsluskjól.  Það þarf að framfylgja lögum um aðför, lögum um neytendalán og lögum um samninga.

Á meðan ganga þessi fyrirtæki á milli bols og höfuðs á viðskiptamönnum sínum í skjóli lögleysu sem ekki er tekið á!

Nei Gutti, við þjóðin eigum SP-Fjármögnun hf. og Avant í gegnum Landsbankann.  Það er í þínu valdi að taka málið upp við efnahagsráðherra og innanríkisráðherra á ríkisstjórnarfundi og stöðva framgöngu þessara tveggja aðila!  Ekki þæfa málið með en einni lagasetningunni! 

Sýndu úr hverju þú ert gerður!  Ertu maður eða mús?

 


mbl.is Bílar teknir af fólki í greiðsluskjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband