#112. Lög ekki afturvirk!

Eftir langa mæðu fékk ég loks svar í dag frá deildarstjóra neytendaréttarsviðs Neytendastofu vegna 4 kvartana yfir skilmálum í samningi mínum vegna bílakaupa.  Innihaldið var frekar rýrt og var t.d. misræmi í túlkunum stofnunarinnar á því hvort samningurinn væri leigusamningur eða lánssamningur.  Er það undarlegt í ljósi undangenginna dóma hvar kveðið var um að þessir samningar væru lán en ekki leiga.  Meira segja fullyrti Neytendastofa að samningurinn, sem var gengistryggður, hefði upphaflega verið í erlendri mynt!!  Hvað um það!

Eitt atriði stóð þó upp úr í svari deildarstjórans:

Það er meginregla í íslenskum stjórnskipunarrétti að skýra beri lög á þá leið að þeim verði ekki beitt afturvirkt."

Getur Neytendastofa þá útskýrt hvaða lagaheimildir leyfðu að SP-Fjármögnun hf. sendi endurrreiknað greiðsluflæði frá upphafsdegi samnings og hóf innheimtu skv. því 2 mánuðum áður en lögum um vexti og verðtryggingu var breytt í árslok 2010?  Lögfræðingur SP gat ekki útskýrt þetta og hótaði að henda mér út af skrifstofunni sinni, með lögregluvaldi ef þess kræfist þörf, þegar ég innti hann eftir því.  Þessi skoðun Neytendastofu um meginregluna segir þó margt, því þar með hefði átt að breyta vaxtastigi í fyrsta lagi eftir gildistöku laga nr. 151/2010, enn ekki 2 mánuðum fyrr eins og SP-Fjármögnun hf. gerði í mínu tilviki, og vafalaust fleiri. En hvaða lagaheimildir leyfa slíka gjörninga eftir gildistöku laga nr. 151/2010?  Um það eru áhöld líka.

Eftir mikla eftirgangsmuni fékk ég upplýsingar frá fyrirtækinu að árleg hlutfallstala kostnaðar á fjármögnunarsamningi mínum reiknist nú 12,19% í stað 5% við samningsgerð?  Getur Neytendastofa útskýrt hvaða lagaheimildir, eða samningsákvæði, leyfa þetta?  Sbr. 14.gr. laga um neytendalán er lánveitanda eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr.  Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar.  Þetta er þó gert í stórum stíl!  Hvers vegna er þetta framferði ekki stoppað af Neytendastofu að eigin frumkvæði?  Hvers vegna þurfa neytendur sjálfir að standa í þessu stappi?  Og hvar er stuðningur stofnunarinnar við neytendur?  Líklega verð ég að setja inn sérstaka kvörtun vegna þessa til að reyna kría út svör.

Því miður er það svo að stjórnvöld og allir eftirlitsaðilar, þ.m.t. Neytendastofa, kasta þessum bílalánum frá sér eins og heitri kartöflu og eftirláta neytendum baráttuna á eigin spýtur í dómskerfinu.  Við búum einfaldlega við handónýtt eftirlitskerfi!


mbl.is Bílalánin misjafnlega dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband