#118. Eitt stórt Matador

Til er leikur sem við öll þekkjum og spiluðum.  Hann heitir Matador.  Munið þið hvernig leiknum lauk oftast?  Einn leikmaður var orðinn öflugri en bankinn og átti alla peningana, göturnar, hótelin og húsin.  Aðrir leikmenn áttu ekki möguleika eftir það.  Eini möguleikinn var að gefa aftur til að gefa hinum leikmönnunum séns.  Svo að þá var draslinu sópað af borðinu og ofan í kassann og Matador var jafnvel ekki spilað aftur um hríð.

Efnahagslíf heimsins er eitt stórt Matador.  Það þarf einfaldlega að gefa aftur.


mbl.is Ógnar fjármálamörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband