#134. Brotið er fjárdráttur....

Ég held að í þessu máli hafi Íslandsbanki réttinn sín megin.  Málssókn á hendur Íslandsbanka mun ekki skila neinum árangri, því allt eins getur maðurinn árangurslaust stefnt Arion banka, eða Landsbankanum.  Þeir aðilar komu ekkert nærri þessum gjörningi frekar en Íslandsbanki, því miður.  Viðskiptin voru uppgerð áður en Íslandsbanki varð til og tók við skuldbindingum Glitnis hins gamla með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins.  Samningurinn var því ekki lengur til staðar ólíkt þeim lánasamningum sem voru gagngert færðir til hins nýja banka við bankahrunið. 

Líklega er eina leiðin fyrir manninn að kæra stjórnendur gamla Glitnis, þ.e. stjórn bankans og bankastjóra, fyrir fjársvik og fjárdrátt.  Mér skilst að skilyrði fyrir slíku er að hinum brotlega, hér stjórnendum Glitnis, mátti vera ljóst að gengistrygging lána væri ólögmæt aðferð við verðtryggingu lána í íslenskum krónum.  Bankinn, og stjórnendur hans, hafi vakið villu hjá neytenda við samningsgerð, hvort sem það var viljandi eða óviljandi.  Samningur með slíku ákvæði er þess vegna fjársvik því vakin var villa hjá brotaþola, neytandanum, að samningurinn hafi verið löglegur.  Forsendur lögbrotsins er að villa hafi verið að vera til staðar hjá brotaþola, sbr. 248.gr. hegningarlaga:

" 248. gr. Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum."

Þegar svo hinn brotlegi tekur við greiðslum á grundvelli slíks samnings, en má vera ljóst að greiðslan er á misskilningi byggð, ber honum að leiðrétta mistökin, ella gerist hann sekur um fjárdrátt.

Glitnir hinn gamli hefði því í fyrsta lagi aldrei átt að krefjast, eða taka við greiðslunni, og í öðru lagi hefði átt að skila greiðslunni, eða leiðrétta, þegar hún var móttekin.

Uppgjörið eins og það var framkvæmt var því fjárdráttur.  Á slíkum gjörningi bera fyrrum stjórnendur bankans ábyrgð, og þá á að kæra til sérstaks saksóknara fyrir fjársvik og fjárdrátt.


mbl.is Fær ekki leiðréttingu mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband