#136. Sköpum þrúgandi þögn á Austurvelli.....

Ég legg til að hver einasti kjaftur sem ætlar að mæta á Austurvöll við setningu Alþingis á laugardaginn fari að fordæmi ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna á meðan þingheimur gengur til kirkju:

1. Geri ekkert!
2. Segi ekkert!

Leyfum alþingismönnum að heyra hvernig land án þjóðar hljómar.


mbl.is Flýta setningu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður sorgarstund. Við ættum öll að mæta í svörtu frá toppi til táar og lúta höfði þegar liðið mætir.

assa (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 15:06

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Er þetta ekki akkúrat það sem Ríkisstjórnin mundi vilja... Mótmæli í þögn og svo fara bara allir heim og allt eins og áður...

Nei það verður að koma þessari Ríkisstjórn í skilning um að henni er ekki stætt lengur. Þjóðin er búin að fá nóg af lygum og svikum Ríkisstjórnarinnar og vill að hún komi sér frá strax svo það verði hægt að bjarga því sem bjarga verður...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.9.2011 kl. 17:59

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Sé enga ástæðu til að halda kjafti. Mun hins vegar mæta með eitthvað appelsínugult... þið munið

Haraldur Rafn Ingvason, 27.9.2011 kl. 18:31

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Auðvitað mætum við öll og að sjáfsögðu er fólki í sjáfvad sett hvernig það vill haga sér svo framalega að ekki verði beitt ofbeldi.

Sigurður Haraldsson, 27.9.2011 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband