#155. ASÍ situr fast við sinn keip....

ASÍ ætlar seint að viðurkenna galla verðtryggingar. Ekki dugi að banna verðtryggingu því þegar horft sé til þróunar vaxta hér á landi síðastliðin 20 ár komi í ljós að nafnvextir óverðtryggðra lána hafi yfirleitt verið nokkru hærri en þeirra verðtryggðu. Bíddu, getur verið að vextir hefðu verið lægri síðastliðin 20 ár ef verðtryggingar hefði ekki notið við? Vaxtahækkanir SÍ bitu ekki á þenslu undanfarinna ára vegna verðtryggingar, og gera ekki enn í dag.

Ólafur Darri segir að forsenda vaxtalækkana sé stöðugri gjaldmiðill og vandaðri hagstjórn. Verðtrygging er hækja lélegrar hagstjórnar! Getur verið að fari verðtrygging komi vandaðari hagstjórn í kjölfarið?

En hvaða vit hef ég svo sem á þessu?


mbl.is Sláandi munur á vaxtakostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta með nafnvextina er lágkúruleg hundalógík hjá Ólafi Derring og ASÍ ekki sæmandi. Það eru raunvextir sem gilda. ASÍ er ekki hægt að túlka nema sem AndStaða gegn Íslenskum heimilum!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband