#167. Skítt með mælana, hvað með innihaldið í flöskunum?

Texti fréttarinnar er tekin beint upp úr tilkynningu Neytendastofu á vef stofnunarinnar.  Svo virðist sem Neytendastofa hafi ekki athugað hvort að áfengið sem sett er í þessa vínmæla sé af viðeigandi styrkleika, þ.e. óþynnt.  Ég "furða" mig alltaf á því hversu lítil áfengisáhrifin eru eftir helgarheimsóknir á vínveitingastaði, sérstaklega ef drukknir eru "glæru" drykkirnir s.s. vodka, gin og romm svo dæmi séu tekin. Fróðlegt væri að sjá niðurstöður slíkrar athugunar.
mbl.is Sjússamælar hvergi í lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað næst? Fara "þeir" að athuga reykingarnar? Ég reyki Prins sígarettur (lights) og tel mig sjúga alveg ja svona alveg mátulega. En svo kannski kemur starfsmaður Neytendastofu og skipar mér að sjúga fastar. Andskotinn, ég ætla þá að neita og bera fyrir mig Stjórnarskrána. Það hlýtur að vera eitthvað um þetta þar.

Steini (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 23:44

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég minnist þess að þjónarnir seldu iðullega smygl á flöskunum.Einu sinni settu þeir í Sjálfstæðisfhúsinu gaddavír svonefndan í stað vodkans. Afleiðingin var sú að góðborgararnir ultu ofurölvi í gólfið og ég fór útúr kortinu af tveimur glösum. Þetta var þaggað niður en sýnir hvurslags gangstera er að finna sumstaðar í veitingabransanum. Það þarf að skoða fleira en rúmmálið.

Halldór Jónsson, 15.4.2013 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband