#168. Skattframtöl flestra landsmanna eru röng.
4.2.2013 | 18:44
Þetta mál er dæmi um hvað forgangsröðun sérstaks saksóknara er stundum furðuleg. Vel má vera að ástæða sé til þess að ákæra, en einhvern veginn held ég að refsingin verði ekki í samræmi við fyrirhöfnina. Er ég þá ekki að vísa til þess að Bjarni sé vammlaus, heldur er málið frágengið að mínu mati. Skuld Bjarna er að fullu uppgerð og leiðrétt, en samt er ákært fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Í raun mætti ákæra nánast alla landsmenn fyrir að hafa skilað ranglega útfylltum skattframtölum, sem meira og minna standa óleiðrétt vegna ólögmætrar háttsemi fjármálafyrirtækja, því skattframtal er á ábyrgð þess sem skilar því inn, þ.e. einstaklingsins.
Forsvarsmenn margra fjármálafyrirtækja voru með ákvæði í starfssamningi um ýmsa kaupauka tengdri afkomu þess félags sem viðkomandi var í forsvari fyrir. Ábati þessi var iðulega kominn af ólöglegri starfsemi fjármálafyrirtækis. Sama ólöglega starfsemi leiddi til þess að skattframtöl meirihluta allra landsmanna voru, og eru, röng. Skuldir voru, og eru, ofmetnar vegna þess að fjármálafyrirtækið heldur enn ranglega uppi kröfu um of háa stöðu höfuðstóls. Slík háttsemi er að mínu viti fjársvik, og kærði ég slíka háttsemi til sérstaks saksóknara. Svarið frá embættinu var að um "einkaréttarlegan ágreining" væri að ræða, og "talið var hæpið að huglæg afstaða kærðu hafi verið með þeim hætti við og í kjölfar samningsgerðar, að uppfyllt geti kröfur um saknæmi við meðferð refsimáls og ásetning til brota." Og það sem mér finnst enn furðulegra er að ríkissaksóknari tók undir þetta álit.
Sérstakur saksóknari telur greinilega að skattalagabrot Bjarna hafi verið ásetningur, og þess virði að ákæra fyrir.
Kannski er ég úti á túni í ályktunum mínum vegna ofangreinds, en eftir viðskipti mín við "kerfið", þ.e. eftirlitsstofnanir eins og FME og Neytendastofu, og saksóknaraembætti, hef ég orðið stórar efasemdir um gæði menntakerfisins okkar, sem eins og allt annað á Íslandi er jú sagt það "besta" í heimi!
Þegar greitt það sem var vanframtalið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.