#201. Icelandair mun líklega tapa tugum milljóna á næstu 6 dögum!

Franskir flugumferðarstjórar hafa boðað 6 daga verkfall frá og með 0400UTC á morgun 24. júní til 30. júní. Mörgum flugum til og frá Frakklandi mun verða aflýst og óþægindi almennings verða mikil, enda mikil óvissa uppi og getur verkfallið haft áhrif á önnur flug sem þurfa að fljúga yfir Frakkland á tímabilinu, sem og fjölda annarra fluga innan Evrópu. Samskonar aðgerðir flugumferðarstjóra á síðasta ári leiddu til þess að allt að 1.800 flugum var aflýst á degi hverjum með tilheyrandi óþægindum fyrir almenna farþega og efnahagslegu tjóni. 

EasyJet býst við að verkfallið muni hafa áhrif á um 70 prósent af þeim 1.400 flugum sem félagið er með á áætlun á degi hverjum um alla Evrópu. 

Þá er ótalin áhrif á aðra flugrekendur, t.d. Ryanair, British Airways, KLM/Air France, Lutfhansa og að sjálfsögðu Icelandair.

Tjón Icelandair af þessu verkfalli í Frakklandi mun líklega skipta tugum milljóna. Því má búast við að SA og íslenska ríkisstjórnin muni biðla til franskra yfirvalda, og jafnvel ESB, að setja lög á þetta verkfall flugumferðarstjóra í ljósi almannahagsmuna og til að forða efnahagslegu tjóni, enda alveg ófært að launþegar fái að skaða efnahagslífið með þessum hætti.


mbl.is Verkföll kostuðu 400 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Haha ég get alveg trúað því að Hanna Birna taki upp síman og skammist við ESB. Möguleikinn er fyrir hendi allavega þar sem veruleika firring stjórnvalda er alger.

Eyjólfur Jónsson, 23.6.2014 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband