#235. Æðibunugangur ASÍ!
13.2.2015 | 16:53
Við fyrstu sýn virðist mér lögfræðingur ASÍ hlaupa á sig og hrósa sigri yfir Primera of snemma. Þegar dómurinn er lesinn sést, að um er að ræða pólskt fyrirtæki sem gerir ráðningarsamninga beint við pólska starfsmenn og sendir þá til Finnlands að vinna fyrir útibú sitt í Finnlandi. Sem sagt allir málsaðilar eru innan Evrópusabandsins. En þar sem bæði löndin eru í Evrópusambandinu úrskurðar dómurinn að af þeim sökum eigi starfsmennirnir rétt á launakjörum samkvæmt finnskum kjarasamningum.
Af fréttinni má ráða að Primera, hvers lenskt sem það telst, er ekki með samninga beint við starfsmenn sína, hvaðan sem þeir koma, heldur við starfsmannaleigu á Guernsey, sem er ekki í Evrópusambandinu. Og þar fellur málatilbúnaður ASÍ um sjálfan sig, því samningssambandið er ekki það sama og í fyrrgreindu máli pólska fyrirtækisins. Sem sagt ekki eru allir aðilar í keðjunni innan ESB.
En þessu máli tengdu koma í hugann fyrirtæki eins og ÍSTAK og/eða Suðurverk, sem hafa starfað við verkefni erlendis og sent Íslendinga til starfa í Noregi. Ég tek það fram að ég veit ekkert um á hvaða samningum eða hvers konar kjörum þeir starfsmenn hafa unnið, en athyglisvert væri að vita hvað ASÍ hefur aðhafst varðandi þá starfsmenn, og hvaða athuganir ASÍ hefur látið fara fram á starfsmannakjörum vegna þeirra ráðninga.
En hvað mál Primera varðar held ég að þar hafi ASÍ ropað af ástæðulausu.
Geirneglir starfsemi Primera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.