#241. Ólæsir?
15.3.2015 | 09:07
Makalaus yfirlýsing frá Landssambandi lífeyrissjóða að núvirðingarprósenta sé ekki sama og raunávöxtun. Eins og ég hef bent á áður vinna fréttamenn mbl.is fréttir með því að apa upp texta úr yfirlýsingum fyrirtækja og spyrja engra spurninga tli frekari upplýsingar. Svona yfirlýsing kallar að sjálfsögðu á að Landssamband lífeyrissjóða útskýri fyrir ólærðum hver munurinn er á núvirðingarprósentu og raunávöxtun.
Það er nefnilega svo að reglugerð nr. 391/1998 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, tiltekur sérstaklega að við núvirðisreikning væntanlegs lífeyris og framtíðariðgjalda skuli miða við 3,5% vaxtaviðmiðun umfram vísitölu neysluverðs. (19.gr.) Ég skil þetta svo að um raunávöxtun sé að ræða, því öll ávöxtun umfram vísitölu neysluverðs er raunávöxtun, og ef lífeyrissjóður ætlar að standa við skuldbindingar sínar skv. núvirðisreikningi hlýtur hann að þurfa að fá sömu raunávöxtun og notuð er við þann útreikning. Ennfremur tiltekur 20.gr. sömu reglugerðar að við núvirðingu verðtryggðra verðbréfa með föstum tekjum skuli miðað við 3,5% raunávöxtunarkröfu. Ekki flókið hélt ég.
Yfirlýsing landssambandsins er því ekki bara villandi heldur beinlínis röng. Ef sá aðili sem hana samdi er í ábyrgðarstöðu hjá lífeyrissjóði, eða sjóðum, á hann að segja af sér hið snarasta.
Núvirðingarprósenta er ekki ávöxtunarkrafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.