#242. Búin!

Já ok....getur maður sem sagt hafnað því á eigin forsendum að mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis?! Ég stóð í þeirri meiningu að ef einhver fær boð um að mæta á fund þingnefndar er hinum sama skylt að mæta, sbr. 19.gr. þingskapalaga:

"19. gr. [Nefndarfundi mega auk nefndarmanna sitja starfsmenn nefndanna og þeir gestir sem nefnd kveður til funda eða fellst á að komi fyrir nefndina." [leturbreytingar mínar]

Vissi ekki að þingmenn hefðu val um að mæta ekki ef það hentaði þeim ekki af einhverjum ástæðum, en samkvæmt orðalagi bréfs formanns nefndarinnar var Hönnu Birnu boðið að mæta á nefndarfundinn: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/13/ogmundur_sendir_honnu_birnu_itrekun/

Hins vegar er þetta ágætt. Ferill Hönnu Birnu í landsmálapólitíkinni ætti að vera fljótlega á enda, en þegar kemur að Sjálfstæðisflokknum er ekki á vísan að róa hvað slíkt mat varðar.


mbl.is Kemur ekki fyrir nefndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

What a chick(en). Jæja farið hefur (fiður)fé betra. Sammála, hún er búin í pólitík.

Hvumpinn, 16.3.2015 kl. 17:47

2 identicon

Fólk með hroka og sjálfs ýmind af þeirri stærð

sem HBK er með, á aldrei að vera í pólitík.

Ef þú getur ekki verið auðmjúkur gagnvart þínum

kjósendum og virt þeirra hugmyndir og ætlanir,

þá hefur þú ekkert að gera pólitík að gera.

Því miður virðist þetta eiga við alla sem þangað

fara, og þeir/þau gleyma furðu fljótt, að þeir sem þangað

"ÆTTU" að leyta, voru að gera það fyrir málstað og

sannfæringu.

Hinsvegar kemur alltaf hið sanna í ljós, að verið var og

er, að vinna fyrir hagsmuni flokksins.

Ekki þjóðarinnar.

Flokksins.

Þess vegna þurfum við að fá að kjósa fólk með málefni og

hætta þessum flokkaklíkuskap, sem er að fara endanlega

með allt hér til fjandans, til þess eins að verja

örfáar fjöldskyldur.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 16.3.2015 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband