#254. Stórfrétt! Banki mátti ekki breyta vöxtum í lánasamningi!

Úrskurður áfrýj­un­ar­nefnd­ar neyt­enda­mála í máli nr. 20/2014 hefur væntanlega fordæmisgildi fyrir aðra samskonar lánasamninga neytenda við fjármálastofnanir. Staðreyndin er nefnilega sú að allir bankar og fjármálastofnanir voru með samskonar ákvæði í lánasamningum við neytendur, en allir nýttu sér ákvæðið sem nú er ólögmætt og breyttu vöxtum að fimm árum liðnum.

Hins vegar vantar í fréttina niðurlag úrskurðarins: "Með vísan til 3.mgr.29.gr. laga nr. 33/2012, sbr. 26. gr. laga nr. 121/1994, er bankanum bannað að breyta vöxtum samkvæmt 4. gr. skilmála lánssamningsins."

Þetta þýðir náttúrulega að vextir eru enn upphaflegir, eða 4,15%, og allar innborganir umfram þá vaxtaprósentu eiga að fara til lækkunar höfuðstóls.

En væntanlega skilur Íslandsbanki ekki niðurstöðuna og mun neytandinn nú þurfa leita til dómstóla til að fá leiðréttingu á ofteknum vöxtum.


mbl.is Íslandsbanki braut gegn lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, áfrýjunarnefnd neytendamála, skipuð gæðingum stjórnarflokkana af ráðherra, segir það og þá hljóta allir að sleppa því að láta dómstóla um að úrskurða um lagagildi ákvæðisins. Einhverra hluta vegna þá hef ég litla trú á úrskurðum pólitískt skipaðra nefnda.

Ufsi (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 15:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ufsi. Úrskurðurinn er bindandi að lögum, nema bankinn ákveði að bera málið undir dómstóla og reyna að fá úrskurðinum hnekkt. Þetta er því ígildi dómsúrskurðar þar til á annað reynir. Lagalegt gildi þessa úrskurðar er því ótvírætt, óháð því hvort þú trúir á hann.

Erlingur. Já þetta er merkilegur og góður úrskurður. Hann kollvarpar í rauninni endurútreikningum lánasamninga miðað við breytilega almenna vexti Seðlabanka Íslands, því hvergi í neinum hinna umræddu samninga var kveðið á um slíkt vaxtaviðmið. Lög nr. 151/2010 viku nefninlega lögum um neytendalán ekki til hliðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2015 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband