#262. Ísraelsmenn æfir

Ísraelsmenn eru æfir yfir ákvörðun Reykjavíkurborgar að sniðganga vörur frá Ísrael. Ákvörðunin veikir verulega útflutning Ísraels enda voru viðskipti við Reykjavíkurborg mikilvægur hlekkur í utanríkisverslun þeirra.

Nei, í alvöru?! Hvað er að þessu liði í borgarstjórn að eyða tíma í að ræða þessa einkapólitík Bjarkar Vilhelmsdóttur? Hvað er næst? Utanríkismálanefnd Reykjavíkurborgar?

Tíma borgarstjórnar er betur varið í að ræða málefni sem standa borginni nær en krossferðir Bjarkar og eiginmanns hennar til Mið-Austurlanda. En Björk getur þá væntanlega kvatt borgarstjórn sátt um að hafa loksins áorkað einhverju með setu sinni þar.


mbl.is Samþykkti sniðgöngu á ísraelskum vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Algerlega sammála þér Erlingur. Maður veit varla hvort skal hlegið eða grátið yfir svona dauðans dellu og sýndarmennsku. Ekki hissa að Dagur og co, sé með allt niður um sig. Nú hriktir í stoðum efnahagslífs Ísrael, eftir að einn þeirra stærsti "viðskiptavinur"hefur ákveðið að sniðganga viðskipti við þá. Sem betur fer nær viðskiptabannið aðeins til póstnúmers 101. Þeir á Hvammstanga og Húsavík geta áfram verslað appelsínur frá Ísrael. Andskotans della sem þetta er!

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.9.2015 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband