#264. Enn um hraðlest

Í niðurlagi fréttarinnar er svohljóðandi setning:

"Hraðlest myndi stytta leiðina frá flug­vell­in­um til Reykja­vík­ur um fimmtán til átján mínút­ur."

Þetta er klaufalega orðað. Leiðin styttist ekki neitt þó lestarsamgöngur verði notaðar, heldur er það ferðatíminn sem styttist um einhverjar mínútur.

Reyndar lýst mér illa á þessa framkvæmd vegna þess að mér finnast arðsemisforsendur hennar vafasamar. Ferðakostnaður verður umtalsvert hærri en nú er og heildarferðatími frá heimili á höfuðborgarsvæðinu til flugvallar verður svipaður og nú þegar tekið er tillit til tímans frá heimili að brautarstöð og biðtíma á stöðinni.

Þá munu menn leita til lífeyrissjóða um fjármögnun og það verður glatað fé að mínu mati.

Sjá annars hér: http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/entry/1407388/

 

 

 


mbl.is Viðræður um flugvallarlest í gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband