Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
#78. Lífeyrissjóðir sitja á rökstólum....
29.11.2010 | 15:50
Lífeyrissjóðir fara yfir tillögurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#77. Breikkum frekar vegina.
18.11.2010 | 12:52
Óvíst að Þrengslin verði lýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#76. Réttur skuldara fyrir borð borinn
18.11.2010 | 09:46
Við lestur gengislánafrumvarps Árna Páls er réttur kröfuhafa hærra metinn en skuldara undir formerkjum fjármálastöðugleika.
Ég nefni hér nokkur dæmi:
1. Gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar fyrirtækja eru gerðir löglegir. > Hér er einfaldlega staðfest að þeir séu ólöglegir í dag og eina ástæðan til að lögleiða er til að bjarga kröfuhafa.
2. Kröfuhafi má kalla til dómskvadda matsmenn ef ágreiningur er um almennt markaðsverð við uppgjör bílaláns, en skuldari skal fara til löggilts bílasala. > Dómskvaddir matsmenn, ekki bílasalar að eigin vali, eiga að sjá um slíkt mat ef ágreiningur er um uppgjör. Þetta kemur fram í 19.gr. lögum um neytendalán.
3. Frumvarpið ætlar að gera skuldurum að greiða af skuldbindingu í 3 ár án þess að geta notið hennar. Sem sagt ef um vörslusviptingu bifreiðar er að ræða skal skuldari borga kröfuhafa þó kröfuhafi hafi fengið bifreiðina og jafnvel selt. > Þetta gengur aftur gegn lögum um neytendalán en 19.gr. segir: "Þegar söluhlutur er endurheimtur skal við uppgjör á milli aðila lánssamnings reyna að komast sem næst því að þeir verði jafnsettir og ef viðskiptin hefðu ekki átt sér stað."
Í frumvarpinu eru fleiri atriði sem ganga fyrst og fremst út á hag kröfuhafa og gegn skuldara en ég týni ekki til í þessari samantekt. Ég skora á þingmenn að lesa frumvarpið með hag skuldara að leiðarljósi, nóg er komið af taumhaldi viðskiptaráðherra af hag fjármálafyrirtækja.
Mælir fyrir gengislánafrumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#75. ESB bregst sem bjargvættur Íra!
17.11.2010 | 09:26
AGS á leið til Dublin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#74. Nýyrðasmiðurinn á Sölvhólsgötunni.
14.11.2010 | 00:36
Ég er orðinn þreyttur á þeim sólbrúna, hæstvirtum viðskiptaráðherra. Ég skil ekki hvað hrærist í höfðinu á honum. Næsta vika er alltaf vika tíðindanna hjá honum. Jafnvel stórtíðinda. Núna vill hann loforð bankanna um að ekki verði sóttar skaðabætur vegna nýja gengislánafrumvarpsins. Frumvarpsins sem á að bjarga öllu en gera gengistryggð lán til fyrirtækja lögleg. Heldur hann virkilega að slíkt loforð væri virði pappírsins sem það væri skrifað á? Af hverju eru núgildandi lög ekki virt og unnið eftir þeim? Hví þarf að setja ný?
Ráðherrann getur ekki einu sinni ráðið fólk í ábyrgðarstöður embættismanna vandkvæðalaust og gerði ekkert fyrir heimilin á meðan hann var félagsmálaráðherra. Ég fæ ekki séð að hann geti gert neitt fyrir fyrirtækin sem viðskiptaráðherra. Nær öll verktakafyrirtæki eru komin að fótum fram vegna verkefnaskorts og skuldastöðu. Fyrrum starfsmenn þeirra ganga atvinnulausir í öllum landshlutum. Fjöldi tækja hafa verið gerð upptæk, eða skilað til fjármögnunarleiga og flutt úr landi, en eftir standa skuldirnar sem nú á að gera löglegar og innheimta! Hvað heldur hann að gerist? Að menn borgi þessar tækjaskuldir með glöðu geði en standa tómhentir eftir? Eigendur þeirra stofna bara ný félög, færa allar eignir (ef einhverjar eru eftir) úr gamla félaginu í það nýja en skilja gengistryggðu skuldirnar eftir í því gamla sem verður sett í þrot, að nýjum víkingasið!
Í Hagsýn, nýju vefriti efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, segir að endurskipulagning skulda fyrirtækja sé forsenda hagvaxtar. Síðan á að fara í skuldahreinsanir lífvænlegra fyrirtækja því slíkt sé ein meginforsenda þess að fjárfesting taki við sér á ný. Væntanlega er átt við sömu fyrirtæki og eiga nú að glíma við að gengistryggð lán þeirra verða gerð lögleg af þeim sólbrúna í nýja gengislánafrumvarpinu. Í sama vefriti segir að nú liggi fyrir að svigrúm bankanna til niðurfærslu lána til fyrirtækja er umtalsvert. Og þó að um helmingur fyrirtækja sé í vanskilum við viðskiptabankana eru aðeins 4% íslenskra fyrirtækja gjaldþrota. Nær allar eftirstöðvar lána gjaldþrota fyrirtækja eru vegna lántöku í erlendri mynt. Aldrei er minnst á gengistryggð lán þessara fyrirtækja. Vefritið endar á því að efnahags- og viðskiptaráðuneytið leggur því mikla áherslu á árangur í skuldahreinsun fyrirtækja í samvinnu við önnur stjórnvöld, lánastofnanir og aðila vinnumarkaðarins.
En heimilin skulu brenna á ólöglegu skuldabáli enda er svigrúm bankanna til að hjálpa þeim fullnýtt!
Ráðherrann lifir í einhverjum draumaheimi. Það er eins og hann viti ekki hvað landslög eru. Og þó er hann lögfræðingur að mennt. Hjal hans í viðtölum er innantómt og innihaldslaust og frekar leiðinleg tímasóun. Vera hans í ríkisstjórn er einhver aumasta ráðherraseta frá upphafi lýðveldis.
Vantar ekki karlmódel í næsta Hagkaupsbækling eða nýjustu Gillette auglýsingu?
Bankar veita ekki skaðleysisyfirlýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#73. Leikurinn heldur áfram........
12.11.2010 | 22:04
Hvernig er hægt að tapa því sem þú aldrei áttir? Fjármálafyrirtækin áttu aldrei þessa 108 milljarða nema í bókum sínum. Bækurnar voru ranglega færðar því fyrirtækin höfðu rangt við. Þau sviku neytendur með ólöglegum gengistryggðum lánasamningum; samningum sem sumir voru færðir í búning leigusamnings" sbr. dóm Hæstaréttar 16. júní. Fyrirtækin sömdu ólögmæta samningsskilmála og frömdu umboðssvik; sögðu samning vera annað en hann var. Hvers vegna ríkissaksóknari tekur ekki þessa umsögn Hæstaréttar á lofti og hjólar í fyrirtæki eins og SP-Fjármögnun hf. er óskiljanlegt. Fyrirtækin frömdu fjársvik; innheimtu fjárhæðir sem ekki var samið um. Nú hafa þau framið önnur fjársvik með að endurreikna eftirstöðvar lánasamningana, reiknað vexti á eftirstöðvarnar mörg ár aftur í tímann þvert á 7.gr. laga um vexti og verðtryggingu og hafið innheimtu þessara eftirstöðva.
Og enginn hefur verið kærður enn vegna þessara svika. FME stendur hjá og gerir ekki neitt. Umboðsmaður skuldara stendur hjá og gerir ekki neitt. Ríkissaksóknari sömuleiðis. Samt bendir allt til þess að ítrekað hafi verið framin refsiverð athæfi skv. almennum hegningarlögum. Forsvarsmenn sumra þessara fyrirtækja ættu að vera kærðir og dæmdir til fangelsisvistar.
29. október afhenti ég bréf í afgreiðslu SP-Fjármögnunar hf. þar sem ég óskaði svara og upplýsinga í 7 liðum, vegna birtra endurútreikninga, sem og eins liðar að auki þar sem ég óska eftir að bifreiðin verði umskráð á mitt nafn og afsal sent mér þar sem Hæstiréttur telur samning samskonar og minn vera lánssamning en ekki leigusamning. Ég er þó aðeins hálfnaður með upphaflega samningstímann. 30. október svaraði lögfræðingur þess að hann myndi lesa erindi mitt mánudaginn 1.nóvember. Síðan hef ég ekki heyrt frá fyrirtækinu þrátt fyrir tvær ítrekanir með tölvupósti. Mér sýnist allt stefna í annan eltingarleik til að fá svör vegna þessa blessaða samnings sem ég er með við fyrirtækið. Enn SP mun halda innheimtunni áfram af fullum krafti, það er víst.
Ég hef einnig sent stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins fyrirspurn vegna stöðu erindis sem ég sendi stofnuninni 29. apríl. Erindið beindist að heimildum SP-Fjármögnunar til gjaldeyrisviðskipta, öllu heldur skorts þar á í starfsleyfi þess og þar með hugsanleg brot á starfsleyfinu, og þar með almennum hegningarlögum. Erindinu hefur ekki verið svarað efnislega til þessa og leita ég skýringa hjá stjórnarformanni FME þar að lútandi. Dragist svar á langinn mun ég senda Umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna seinagangsins.
Og svona til gamans þá átti ég afmæli 29.ágúst.
108 milljarða tap banka vegna myntkörfulána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugleiðingar um SP- Fjármögnun | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)