Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
#155. ASÍ situr fast við sinn keip....
31.1.2012 | 23:24
ASÍ ætlar seint að viðurkenna galla verðtryggingar. Ekki dugi að banna verðtryggingu því þegar horft sé til þróunar vaxta hér á landi síðastliðin 20 ár komi í ljós að nafnvextir óverðtryggðra lána hafi yfirleitt verið nokkru hærri en þeirra verðtryggðu. Bíddu, getur verið að vextir hefðu verið lægri síðastliðin 20 ár ef verðtryggingar hefði ekki notið við? Vaxtahækkanir SÍ bitu ekki á þenslu undanfarinna ára vegna verðtryggingar, og gera ekki enn í dag.
Ólafur Darri segir að forsenda vaxtalækkana sé stöðugri gjaldmiðill og vandaðri hagstjórn. Verðtrygging er hækja lélegrar hagstjórnar! Getur verið að fari verðtrygging komi vandaðari hagstjórn í kjölfarið?
En hvaða vit hef ég svo sem á þessu?
Sláandi munur á vaxtakostnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#154. Svarar hugsanlega ekki öllu....
26.1.2012 | 10:14
Nú þekki ég ekki málsatvik þessa máls Elviru Pinedo en ef efni þess snýst um húsnæðislán eingöngu mun það líklega ekki svara spurningunni um lögmæti þess að innheimta hærri heildarlántökukostnað af bílaláni, en samið var um í upphafi, eins og fjármálafyrirtækin eru að gera. 2.mgr. 14.gr. laga um neytendalán segir:
"Lánveitanda er eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar."
Þó er rétt að taka fram að 3.mgr. 14.gr. segir:
Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda ekki ef lánveitandi getur sannað að neytanda hefði mátt vera ljóst hver lántökukostnaðurinn átti að vera. Ef ákvæði 1. eða 2. mgr. leiða til lækkunar eftirstöðva skal neytandi greiða þær samkvæmt samningnum og lækkunin koma fram á síðustu afborgunum.
Að síðustu vil ég benda á ákvæði 15.gr. sem stendur svo:
Hafi lánveitandi ekki veitt þær upplýsingar, sem fyrir er mælt í 6. gr., sbr. 5. gr., getur það skapað honum bótaábyrgð, enda hafi neytandi mátt ætla að lánskjör væru hagstæðari en þau síðar reyndust vera.
Vegna ofangreindra atriða vil ég benda á forúrskurð Evrópudómstólsins í máli C-76/10. Í málinu var tekist á um heimild lánveitanda til að innheimta lántökukostnað þegar árleg hlutfallstala kostnaðar hafði ekki verið kynnt. Dómurinn úrskurðaði að ákvæði Evróputilskipana 93/13 og 87/102 bæri að túlka á þann hátt að lánveitanda væri ekki heimilt að innheimta lántökukostnað í þegar láðst hefði að kynna árlega hlutfallstölu kostnaðar við samningsgerð.
Úr niðurstöðu dómsins: "......the failure to mention the APR [innsk: annual percentage rate of charge eða árleg hlutfallstala kostnaðar] in a consumer credit contract means that the credit granted is deemed to be interest-free and free of charge." [leturbreyting EAJ]
Ég túlka þessa niðurstöðu Evrópudómstólsins, og ákvæði 2.mgr. 14.gr. neytendalánslaga, því þannig að þegar árleg hlutfallstala kostnaðar hefur verið kynnt neytanda við samningsgerð sé sú tala takmarkandi og ekki megi undir nokkrum kringumstæðum innheimta meiri lántökukostnað en kemur fram við samningsgerð á greiðsluáætlun. Sú tala, sem þar er kynnt, er endanleg heildargreiðsla. Hér ber að taka fram að greiðsluáætlun er fylgiskjal samnings og þar með hluti af honum. Hins vegar geta vaxtaákvarðanir á hverjum tíma haft áhrif á upphæð mánaðargreiðslu, en ekki á heildarlántökukostnað. Hafi heildarlántökukostnaður átt að vera breytilegur hefði átt að kynna það við samningsgerð og hvaða ástæður hefðu áhrif til breytinga. Slíkar upplýsingar eru alla vega ekki í mínum bílasamningi, aðeins að greiðslur geti tekið breytingum vegna vaxtabreytinga.
Það vekur athygli hver málsaðilinn er, þ.e. prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti. Það er ekki óvarlegt á áætla að þar fari aðili sem viti nákvæmlega hvernig túlka eigi lög. Tapi hún málinu hlýtur hún að þurfa íhuga stöðu sína við HÍ.
Úrskurði Hæstiréttur gegn röksemdum Elviru Pinedo prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, konu sem er m.a. með fordæmisgildi forúrskurða Evrópudómstólsins og neytendalöggjöf að sérsviði í sínu starfi, þurfum við óháða skoðun á allri íslenskri löggjöf þar sem neytendaréttur hefur verið innleiddur, sem og öllum dómum Hæstaréttar með tilliti til Evrópuréttar.
Óvissu um vaxtaforsendur gengislána verður eytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)