Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
#156. Össur villtur í Brussel - Einhliða samningsskilmálar ESB
27.2.2012 | 10:52
Á vef Evrópusambandsins er að finna plagg sem útskýrir stækkunarferli Evrópusambandsins og hvernig samningaviðræður fara fram. Á blaðsíðu 9 má finna eftirfarandi texta (íslensk þýðing er mín):
Aðildarviðræður
Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið "samningaviðræður" getur verið villandi. Í aðildarviðræðum er lögð áhersla á skilyrði og tímasetningu umsóknarlands um aðlögun, upptöku og beitingu á regluverki ESB - sem er alls um 90.000 síður. Og þessar reglur (einnig þekktar sem "acquis", sem er franska fyrir "Það sem hefur verið samþykkt") eru ekki umsemjanlegar.
Fyrir umsækjendur, er það í raun spurning um að samþykkja hvernig og hvenær á að aðlaga og innleiða regluverk og vinnulag ESB [í landslög]. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir tímasetningu og skilvirkni hvers umsóknarlands um framkvæmd reglnanna.
.......
Til að auðvelda samningaviðræður, er öllu regluverki ESB skipt upp í "kafla", einum fyrir hvern málaflokk. Fyrsta skrefið í samningaviðræðum er kallað "skimun"; tilgangur hennar er að skilgreina atriði sem aðlaga þarf í löggjöf, stofnunum eða stjórnskipun/verklagi umsóknarlands.
Sem grundvöll fyrir að hefja raunverulegt, tæknilegt samningaferli, útbýr framkvæmdastjórnin "skimunarskýrslu" fyrir hvern kafla og hvert land. Þessar skýrslur eru lagðar fyrir Evrópuráðið. Það er svo framkvæmdastjórnarinnar að gera tillögu um hvort hefja eigi viðræður um kafla, eða krefjast þess að tilteknum grundvallaratriðum (eða "viðmiðum") verði mætt fyrst.
Umsóknarlandið leggur þá fram samningsstöðu. Á grundvelli tillögu framkvæmdastjórnarinnar, setur Evrópuráðið fram sameiginlega afstöðu ESB um opnun viðræðna.
Þegar ESB samþykkir sameiginlega afstöðu á hverjum kafla regluverksins, og þegar umsóknarlandið samþykkir sameiginlega afstöðu ESB, er viðræðum vegna þess kafla lokað - en aðeins til bráðabirgða. ESB aðildarviðræður byggjast á þeirri meginreglu að "ekkert er samþykkt, uns allt er samþykkt", svo endanleg lokun kafla á aðeins sér stað í lok alls
samningaferlisins.
ESB er því eins og fjármálafyrirtæki. Umsækjandi verður að fara eftir einhliða sömdum samningsskilmálum upp á um 90.000 síður til að fá að vera með.
Með aðild að EES-samningnum frá 1994 hefur Ísland þegar tekið upp regluverk í 21 af 35 köflum löggjafar ESB að öllu eða langmestu leyti. En því miður hefur íslenska ríkið ekki í hávegum mikilvægt atriði ESB regluverksins; neytendavernd.
Getur einhver lamið Össur í hausinn.......kannski með kynningarbæklingnum?!
Hér á eftir fer svo upprunalegi textinn á ensku:
Accession negotiations
First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable. For candidates, it
is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate's implementation of the rules.
To facilitate the negotiations, the whole body of EU law is divided into "chapters", each corresponding to a policy area. The first step in negotiations is called "screening"; its purpose is to identify areas in need of alignment in the legislation, institutions or practices
of a candidate country.
...........
As a basis for launching the actual, technical negotiation process, the Commission establishes a "screening report" for each chapter and each country. These reports are submitted to the Council. It is for the Commission to make a recommendation on whether to open negotiations on a chapter, or require that certain conditions (or "benchmarks") should
be met first.
The candidate country then submits a negotiating position. On the basis of a proposal by the Commission, the Council adopts an EU common position allowing opening of the negotiations.
Once the EU agrees a common position on each chapter of the acquis, and once the candidate accepts the EU's common position, negotiations on that chapter are closed - but only provisionally. EU accession negotiations operate on the principle that "nothing is agreed until everything is agreed", so definitive closure of chapters occurs only at the end of the entire negotiating process.
Villikettir VG komnir á kreik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)