Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

#161. Ég mæli með Intouchables......

Fór í Háskólabíó í kvöld á frönsku myndina Intouchables.  Myndin er hin besta skemmtun og vel þess virði að sjá.  Mæli með henni.

#160. Erindinu verður hafnað....

Ég leyfi mér að efast um að Félag atvinnurekenda hafi erindi sem erfiði með þessu bréfi sínu.  Fjármálaeftirlitið mun líklega hafna þessu erindi með vísan til 5.gr. upplýsingalaga og bera því fyrir að um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Lýsingar sé að ræða, sem eðlilegt og sanngjarnt sé að fari leynt, nema Lýsing samþykki að þessar upplýsingar verði veittar.  Mér er til efs að Lýsing samþykki slíkt.

Hitt er þó ánægjulegt að Félag atvinnurekenda tekur loks upp hanskann fyrir sína félagsmenn vegna þess óréttar sem fjámögnunarfyrirtækin fá óáreitt að beita viðskiptamenn sína.


mbl.is Vilja upplýsingar um leigusamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband