Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
#162. Ónýtt Fjármálaeftirlit
29.8.2012 | 17:21
Nú þekki ég ekki til þessa tiltekna máls annað en stendur í fréttinni og úrskurði Persónuverndar. En afstaða Fjármálaeftirlitsins í þessu máli er lýsandi fyrir vanhæfi og frammistöðu stofnunarinnar við eftirlit með vörslusviptingafyrirtækjum.
Stofnunin segir í svarbréfi til Persónuverndar frá 20. mars 2012 að hvorki Vörslusvipting né Vörslusviptingar-LMS hefðu fengið leyfi til innheimtustarfsemi. Þá heldur stofnunin því fram í svari sínu að niðurstaða skoðunar þess hafi hins vegar ekki verið sú að tilefni væri til að grípa til aðgerða, enda væru engar vísbendingar um Vörslusvipting eða Vörslusviptingar-LMS stunduðu starfsleyfisskylda starfsemi sem heyrði undir verksvið FME."
Vörslusviptingar-LMS er skráð hjá RSK í eftirfarandi atvinnugreinaflokkum:
Ef þetta er ekki vísbending að Vörslusviptingar-LMS hafi stundað innheimtustarfsemi sem er starfsleyfisskyld starfsemi og heyrir undir verksvið FME, ja, þá veit ég ekki hvað FME þarf til að túlka sem vísbendingu.
Þá gaf Persónuvernd Vörslusviptingum-LMS ehf. einnig kost á skýringum. Í svarbréfi [lögmanns], f.h. félagsins, dags. 20. desember 2011, segir m.a.:
Starfsemi umbj.m. felst einkum í því að hann selur þjónustu, aðallega til lánastofnana, fjármögnunarfyrirtækja, lögmanna og lögfræðistofa, sem felst í því að framfylgja vörslusviptingu á lausafé, s.s. bifreiðum og tækjum.[...] Verkbeiðandi/gerðarbeiðandi byggir kröfur sínar um vörslutöku eða útburð á löglegum heimildum og ber ábyrgð á fullnustugerðinni, sem er á kostnað gerðarþola. Gerðarþola ber að afhenda lausaféð og ef hann neitar að afhenda lausafé eða felur það er hann að hindra framgang hinnar lögmætu fullnustugerðar. Til þess að ná fram vörslutöku á lausafé er eðli máls samkvæmt yfirleitt nauðsynlegt að ná sambandi við gerðarþola áður en lausaféð er tekið úr vörslu gerðarþola."
En, mér kemur ekkert á óvart í afgreiðslu FME á athugasemdum um ólögmætt framferði lánastofnana. Starfsfólk FME virðist fremur leitast viðað verja það framferði sem bent er á sem ólögmætt frekar en að verja hag almennings og rannsaka hvort lög hafi verið brotin.
Ekki með leyfi til innheimtustarfsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)