Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

#163. Eru héraðsdómar vegna lánasamninga marktækir?

Ég spyr hvort nokkuð mark sé takandi á héraðsdómum vegna lánasamninga þar sem erlend mynt kemur við sögu með einum eða öðrum hætti. Er ekki fyrirfram vitað að hver sem niðurstaðan verður í héraði, slíkum dómi yrði alltaf áfrýjað til Hæstaréttar af alla vega öðrum aðilanum? Ég gef mér að slíkt verði gert í þessu máli. Og hversu miklum tíma eyða dómarar þá í dóma vegna slíkra mála?

Viðbót kl.20:30:
Í 11.gr.laga um byggðastofnun, lög nr.106 frá 1999 segir að: "Fjárhagslegt markmið lánastarfsemi stofnunarinnar samkvæmt þessari grein skal vera að varðveita eigið fé hennar að raungildi."

Starfsreglur stofnunarinnar frá 1.janúar 2012 nefna að "lán séu veitt í íslenskum krónum, bandaríkjadölum, evru, svissneskum frönkum eða japönskum jenum. Lán í íslenskum krónum eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs.

Vextir á erlendum lánum eru breytilegir og miðast við millibankavexti á lánum að viðbættu álagi. Álagið er nú 4,50%.

Því spyr ég: Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og Byggðastofnun búi við gengisáhættu í lánastarfsemi sinni? Þarf Byggðastofnun að bjóða upp á lán í erlendum myntum, eða ætti hún yfirhöfuð að gera það?

Að síðustu velti ég því fyrir mér hvort starfsleyfi stofnunarinnar feli í sér leyfi til viðskipta með erlendan gjaldeyri?


mbl.is Erlent lán dæmt lögmætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband