Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

#169. Smámál.

Guðfinnur Halldórsson bílasali bendir efnahags-og viðskiptanefnd á að ekki verði hægt að kaupa bifreiðar utan opnunartíma banka ef kaupandi hyggst fjármagna kaupin með láni að upphæð 2 milljónir eða meira, verði fyrirhugað ákvæði neytendalána um greiðslumat að lögum.  Það er gott ef aðilar halda vöku sinni vegna starfa Alþingis en þetta sjónarmið er vitanlega bara vitleysa. 

Bifreiðakaup eru yfirleitt fyrirhuguð með nokkrum fyrirvara og kaupendur leita í nokkurn tíma að réttu bifreiðinni áður en gengið er frá kaupum.  Kaupanda er í lófa lagið að sækja fyrirfram um greiðslumat til síns banka, eða þess fjármögnunarfyrirækis sem hann hyggst fá lán hjá, áður en farið er á stúfana að leita að bifreið.  Slíkt væri hægt að gera á heimasíðu fjármálafyrirtækis eða í gegnum heimabanka. Smámál. Bílasölur munu ekki loka um leið og bankar þó þetta ákvæði verði að lögum svo mikið er víst.


mbl.is Engin bílasala á meðan bankarnir eru lokaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband