Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

#178. "Krílin" fyrir þá sem vilja selja meira.

Raunveruleg ástæða þess að boðið er upp á nýjar umbúðastærð er vitanlega sú að Ölgerðin vill auka söluna á sínum vörum. Enda kemur fram í fréttinni að "krílin" passa líka vel í flestar gerðir glasahaldara og raðast vel í ísskápa og kælibox. Það hefur verið Akkilesarhæll 0,5 lítra flöskunnar hve mjó hún er og tollir illa í glasahöldurum. Hvað er því betra til að auka sölu á drykkjarvöru en að umbúðir séu vel brúklegar í daglegu lífi?

Það væri gaman að vigta eina 33cl flösku og aðra 50 cl á nákvæmri vigt og athuga hver munurinn raunverulega er. Ég er nokkuð viss um að hann er enginn. Ástæðan er að mjög líklega er sama "preformið" notað til að framleiða báðar flöskurnar. Skora á ykkur sem heima eruð að gera tilraun.

Hér er myndband af Youtube sem sýnir hvernig svona flöskur eru framleiddar. Þar er bent á að sama "preformið" er notað við að framleiða 1,5 og 2 lítra plastumbúðir.

  


mbl.is „Krílin“ fyrir þá sem vilja minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#177. Aldrei axlar neinn ábyrgðina!

Þrátt fyrir marga dóma um ólögmæti gengistryggðra lánasamninga er enginn forsvarmaður banka eða annara fjármögnunarfyrirtækja sóttur til ábyrgðar. Fólk sem þáði milljónir í laun og bónus fyrir að bera ábyrgð á að starfsemin væri lögum samkvæmt er stikkfrítt. Skilaboðin sem framkvæmdavaldið hefur til forsvarsmanna þeirra eru í raun engin

Almenningur er bara frekur skríll sem á bara að borga og þegja og ekki vera eyða tíma saksóknara og dómstóla með fokdýrum kröfum á fjármálafyrirtæki.

ÞETTA ER HANDÓNÝTT KERFI SEM VIÐ BÚUM VIÐ Í ÞESSU VOLAÐA LANDI! 


mbl.is Gengistrygging ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband