Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

#228. Aðför að einfeldningi/um?

Mikið er þessi umræða góð hjá Guðmundi en jafnframt lýsandi fyrir a) hversu frekir hjólreiðamenn geta verið og b) hversu grunnhyggnar framkvæmdirnar eru.  Ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að þjónusta aðilana, sem sömu aðilar vilja þó að haldi lífi í bænum og hjólreiðafólk (sem og aðrir) geta verslað við. Að ég best veit er öllu jöfnu reynt að losa alla vöru í miðbænum fyrir klukkan 11. Við getum ekki ætlast til að vörur séu losaðar fyrir klukkan 7 eða eftir klukkan 19 eins og er, því afgreiðslur vöruhúsa og lagera eru ekki opin á þeim tíma, ekkert frekar en aðilarnir sem þurfa að taka við vörunum.

Þá er líka athyglisvert að hjólreiðamanninum þykir allt í lagi að stöðvað sé út á miðri götu á meðan vara er losuð eða farþegar teknir upp í, jafnvel þar sem óbrotin miðlína er og ólöglegt að aka yfir hana, og allir eiga að bíða.

Af þrennu illu finnst mér skárra að hjólreiðastígur sé lokaður tímabundið í stað akbrautar eða gangstéttar.  Hjólreiðamenn eiga auðveldara með að leggja lykkju á leið sína en þjónustubílar og ég vorkenni því fólki ekki nokkurn hlut að þurfa að gera það. Það hægir þá kannski á þeim og þeir hjóla hægar?

Forðast á hins vegar að loka gangstéttum og þá er betra að loka akrein tímabundið.

PS: Og talandi um það? Er enginn hámarksharði á hversu hratt má hjóla á hjólreiðastíg?


mbl.is Aðförin að einkahjólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#227. Besta mál!

Ég er mjög ánægður hversu dyggilega Flokkurinn styður við hinn þaulsetna innanríkisráðherra okkar. Stærri skóflu í pólitíska gröf Flokksins er vart hægt að hugsa sér. Keep digging!


mbl.is Sjálfstæðiskonur styðja Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#226. Líka á Íslandi!

Ég fæ ekki betur séð að sama eigi við hér á landi. Háskólagengnir menn hafa t.d. talað gegn landbúnaði um árabil. Slíkir menn hafa glatað uppruna sínum vilja einungis einsleitt þjóðfélag byggt á innflutningi á nauðsynjavöru.


mbl.is Hafa glatað tengslum við landsbyggðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#225. Hvað með launin?

Ég vil bara minna á að maðurinn hélt fullum launum á meðan honum var vikið frá störfum: http://www.visir.is/logreglumenn-segja-full-laun-akaerds-adstodarmanns-mismunun/article/2014709189967

Er ekki rétt að hann endurgreiði þau laun sem hann fékk á meðan hann viðhélt lyginni?


mbl.is Vildi ekki lifa með því að segja ósatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#224. Framkvæmdastjóri á hálfum strætó?

Fréttamenn mbl.is virðast stundum hafa litla þörf að leita eftir nákvæmum upplýsingum við vinnslu frétta. Oft er texti fréttatilkynninga einungis afritaður beint en ekki kafað nánar í fréttina. Í umræddri frétt er tilgreint að verð bíls framkvæmdastjórans hafi verið á annan tug milljóna. Því getur verið um 11-19 milljónir króna að ræða en fréttamaður afritar einungis texta úr fundargerð Strætó ummálið en sér ekki ástæðu til að kanna það nánar eða veita nánari upplýisngar. Ekki kemur fram í frétt eða fundargerð hvort um nýjan eða notaðan bíl er að ræða eða hvaðan bíllinn var keyptur. Því er ekki óvarlegt að áætla að um nýjan bíl frá umboðsaðila hafi verið að ræða.

Þegar verðlisti Mercedes Benz jeppa er skoðaður á vef umboðsaðilans Öskju má sjá að aðeins einn jeppi er með grunnverð á þessu verðbili, Mercedes Benz GL, grunnverð kr. 15.290.000. 

Í þessu sambandi er rétt að benda á að í sumar samdi Strætó bs. um kaup á 20 nýjum strætisvögnum fyrir 690 milljónir króna. Benz jeppi framkvæmdastjórans kostaði því mögulega sem nemur hálfum nýjum strætisvagni.

Full ástæða hefði verið fyrir fréttamann að athuga nánar hvað þarna hafi verið á ferðinni þegar yfirmaður byggðasamlags verður uppvís að því að bruðla með opinbert fé í eigin þágu, og veita lesendum og eigendum Strætó bs. nákvæmari upplýsingar.

Viðbót 16:40: Nú seinni partinn rak ég augun í frétt á Vísir.is um sama mál, en hafði verið birt snemma í morgun, þar sem fram kemur að bifreiðin umrædda hafi verð árgerð 2014 og keypt af bílaleigunni Hertz, fyrir 10,2 milljónir króna. Mikið mættu fréttamenn mbl.is taka sér þessi vinnubrögð til fyrirmyndar og skila nákvæmari upplýsingum til lesenda sinna.


mbl.is Strætó skilar bíl framkvæmdastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#223. Breytt ferðatilhögun?

Má ekki fara með stúlkurnar frá Egilstöðum á Reyki?  Þurfa þær virkilega að fara heim til Reykjavíkur í millitíðinni?


mbl.is Verður vísað úr Íslandsmótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#222. Okurbúllur í FLE!

Verði verslun Fríhafnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar lögð niður mun verð á flestri vöru mjög líklega hækka. Ég hef nýlegt dæmi um þetta. Ég sá, og á endanum keypti, Gammel dags lakkríspoka frá Kólus hjá Eymundsson í brottfararbiðsal. Verðið var 699 kr. á poka. Upphaflega ætlaði ég ekki að kaupa hann vegna verðsins en þar sem ég var á hraðferð lét ég mig hafa það. Í suðurenda Flugstöðvar sá ég hins vegar sams konar poka í Fríhöfn á 329 kr. Verðmunurinn var því 112% í Flugstöðinni sjálfri. Athugun í netverslun Hagkaupa sýndi að sams konar poki var á 397 kr., og þar með 76% dýrari í verslun Eymundsson í Flugstöðinni. Þar sem ég var kominn í gegnum vegabréfaskoðun gafst mér ekki tækifæri á að fara og skila pokanum til Eymundsson.

Ég sendi því ábendingu til Eymundsson um þennan verðmun sem varð til þess að Eymundsson endurskoðaði í kjölfarið innkaups- og útsöluverðið á lakkríspokanum.

Í ljós kom að Eymundsson keypti vöruna inn á nánast sama verði og Hagkaup selur hana út á - en sama fyrirtæki sér um dreifingu til þeirra og Hagkaupa. Fríhöfnin fær vöruna afgreidda beint frá framleiðanda. Í framhaldi af þessari skoðun var krafist lægra innkaupaverðs og Eymundsson lækkaði verðið í samræmi við það í framhaldinu niður í 499 kr.

Í sömu ferð ætlaði ég að kaupa mér morgunmat, litla flösku (33cl?) af  Trópi appelsínusafa og smurðan croissant með skinku og osti í Bistro Atlantic bar í suðurenda. Þegar afgreiðslustúlkan hvað verðið á þessu tvennu vera 970 kr. ákvað ég að láta kyrrt liggja og hætti snarlega við kaupin.

Verð hjá öllum aðilum í FLE er fáranlega hátt þrátt fyrir að vera undanþegið VSK, en hafa þarf í huga að í staðinn koma ýmis aukagjöld sem taka þarf tillit til, eins og eflaust skimunargjald, því alla vöru sem er til sölu á öryggissvæði flugstöðvarinnar þarf að skima áður en hún fer inn. En flest vara í verslunum FLE er engu að síður seld á okurverði og langt frá því að undanþága frá VSK skili sér til neytenda.


mbl.is Fríhöfnin verði lögð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#221. Mannlaus þjónusta?

Fréttin um nýja flýtibílaþjónustu í Höfðatorgi er lítið annað en fréttatilkynning og auglýsing á nýrri þjónustu. Þetta er svo sem vel þekkt af mbl.is og reyndar fleiri fréttamiðlum. Fréttamaðurinn virðist lítið hafa gert í að vinna vinnuna sína. Lítið er upplýst hvernig þjónustan eigi að framkvæmast né hvernig staðið verði að tryggingum, og ekki síður hver ábyrgist að ástand bílanna sé lögum samkvæmt. Í fréttinni kemur nefnilega fram að þjónustan eigi að vera með lágmarkstilkostnaði og mögulega eigi að nota símann til að opna bílinn. Verður þetta þar með mannlaus þjónusta þar sem enginn starfsmaður skoðar bílinn þegar honum er skilað og tryggir að hann sé í notkunarhæfu ástandi fyrir næsta notanda? Hver verður ábyrgur fyrir skemmdum og hvernig verður slíkt meðhöndlað þegar bílnum er skilað?

Við þekkjum öll vel hugsunarhátt náungans að tilkynna ekki ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d. skemmdir eða bilanir. Á endanum er öll ábyrgð á ástandi bílsins þegar hann er í notkun á ábyrgð ökumannsins, ekki þjónustuaðilans. 

Nú kemur væntanlega einhver og segir að þetta verði ekkert öðruvísi en með bílaleigur, sem eflaust getur verið rétt, en er þá einhver munur á þessari þjónustu og venjulegum bílaleigum? Má þá kannski bara alveg eins nota leigubíl og fara til Spánar fyrir mismuninn?


mbl.is Flýtibílaþjónusta á Höfðatorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband