Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015
#234. Þarf ekki að biðja fleiri afsökunar?
23.1.2015 | 10:41
Er ekki næsta skref hjá HBK að biðja þjóð og Alþingi afsökunar fyrst hún hefur nú viðurkennt, þvert á fyrri fullyrðingar, að hafa gert mistök í framgöngu sinni í málinu í krafti síns embættis? Og hvað með að biðja blaðamennina, sem hún fór fram á að yrðu reknir vegna umfjöllunarinnar, afsökunar?
Bað Stefán afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#233. Óskiljanlegt!
21.1.2015 | 11:09
Það er alveg með ólíkindum að forstjóri Neytendastofu geti haldið því fram að engin lög nái yfir smálánafyrirtæki. Að sama skapi er það með ólíkindum að Fjármálaeftirlitið grípi ekki inn í starfsemi hlutafélaga sem stunda leyfisskylda starfsemi án starfsleyfis!
Þegar lög um fjármálafyrirtæki nr. 161 voru sett árið 2002 féllu úr gildi lög nr.123 frá 1993 sem giltu um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði.
Í 1.gr.þeirra laga sagði:
"Lög þessi gilda um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði."
og ennfremur í 2.gr.:
"Með lánastofnun er í lögum þessum átt við félög eða stofnanir sem hafa það að meginverkefni að veita lán í eigin nafni og afla sér í því skyni fjár með útgáfu og sölu á skuldabréfum og öðrum endurgreiðanlegum skuldaviðurkenningum til almennings, sbr. þó 9. gr."
Téð 9.gr. fjallaði síðan um eignaleigufyrirtæki.
Ekki fæst betur séð en að fyrir 2002 hefðu lög nr. 123/1993 náð yfir smálánafyrirtækin hefðu þau verið starfandi þá. Varla var markmið löggjafans með nýjum lögum um fjármálafyrirtæki að gera hverjum sem er kleift að hefja leyfisskylda starfsemi án tilsskyldra leyfa?
Lög um fjármálafyrirtæki tilgreina leyfisskylda starfsemi í 3.gr.:
"3. gr. Leyfisskyld starfsemi.
Eftirtalin starfsemi er starfsleyfisskyld samkvæmt lögum þessum:
1. Móttaka endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi:
a. Innlán.
b. Skuldaviðurkenningar.
2. Veiting útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi.
...."
Hvernig er hægt að halda því fram eftir lestur þessara lagagreina að engin lög eða eftirlit nái yfir smálánafyrirtæki? Og hvernig má það vera að hægt sé að skrá hlutafélag hjá RSK og tilgreina að það veiti aðra lánaþjónustu án þess að hafa til þess tilskyld leyfi til þjónustu við almenning?
Er ekki komin tími til að þetta lið í Fjármálaeftirlitinu taki puttann úr rassgatinu á sér og vinni vinnuna sína? Og hvað með umboðsmann Alþingis? Á hann ekki að hafa eftirlit með stjórnkerfinu og taka upp mál að eigin frumkvæði ef ekki er farið eftir lögum?
Hvar er lögfræðikunnáttan í íslensku stjórnkerfi?!!
Smálánafyrirtæki í lagalegu tómarúmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)