Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

#261. Klaufaleg fyrirsögn!

Klaufaleg fyrirsögn:

400 börn svæfð á ári vegna tann­skemmda

Ekkert barn er svæft vegna tannskemmda, heldur vegna tannviðgerða. Betra hefði því verið að segja: 400 svæfingar á ári vegna tannviðgerða barna

 


mbl.is 400 börn svæfð á ári vegna tannskemmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#260. Farþegar Uber ótryggðir?

Sjálfur notast ég ekki við Uber en hef þó ferðast í bílum á þeirra vegum þegar ég hef verið á ferð með öðrum. Allt bókunar- og greiðsluferli Uber þjónustunnar er mjög þægilegt. En þetta getur ekki verið lögleg starfsem þar sem tekið er gjald fyrir þjónustuna.

Þegar notendur Uber-þjónustunnar bóka bíla í gegnum app eru þeir ótryggðir. Alla vega má skilja sem svo miðað við þessa mynd sem ég tók í dag af leigubíl á vegum Uber við Manchesterflugvöll.

Uber leigubíll

Því miður gekk mér illa að fókusera þar sem ég var á gangi en á rauða skiltinu segir: "Insurance invalid unless booked with operator"

Uber tryggingarfyrirvari

Það er þó rétt í þessu sambandi að benda á heimasíðu Uber þar sem fjallað er um tryggingarvernd farþega: https://www.uber.com/safety

Hins vegar furða ég mig á því hvers vegna önnur leigubílafyrirtæki notast ekki við sama bókunar- og greiðslufyrirkomulag og Uber. Ég held að það væri besta sóknin gegn þeim.

Ég held að það sá algjörlega fyrirséð ef að Uber kemur til Íslands upphefst annað leigubílastríð eins og hér um árið þegar "sendibílaskutlur" hófu akstur með farþega leigubifreiðastjórum til mikilla ama.


mbl.is Lofar Uber í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband