Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
#263. Svar Bjarna.....
19.9.2015 | 12:53
Svar Bjarna við bréfi Víglundar Þorsteinssonar ætti að vera stutt og laggott: "Hey gamli, borgaðu fyrir Sementsverksmiðjuna!"
Þessi gamli fauskur ætlar að reyna fram á grafarbakkann að ná BM Vallá til baka. Það er hans eina markmið.
Víglundur: Bjarna bíður ísköld ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#262. Ísraelsmenn æfir
15.9.2015 | 23:01
Ísraelsmenn eru æfir yfir ákvörðun Reykjavíkurborgar að sniðganga vörur frá Ísrael. Ákvörðunin veikir verulega útflutning Ísraels enda voru viðskipti við Reykjavíkurborg mikilvægur hlekkur í utanríkisverslun þeirra.
Nei, í alvöru?! Hvað er að þessu liði í borgarstjórn að eyða tíma í að ræða þessa einkapólitík Bjarkar Vilhelmsdóttur? Hvað er næst? Utanríkismálanefnd Reykjavíkurborgar?
Tíma borgarstjórnar er betur varið í að ræða málefni sem standa borginni nær en krossferðir Bjarkar og eiginmanns hennar til Mið-Austurlanda. En Björk getur þá væntanlega kvatt borgarstjórn sátt um að hafa loksins áorkað einhverju með setu sinni þar.
Samþykkti sniðgöngu á ísraelskum vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)