#129. Gengistryggingin lifir enn. Landsbankinn gjaldþrota?
24.8.2011 | 20:30
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, ritar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 7 blaðsíðna bréf dagsett. 19. ágúst sl. vegna umsagnar um kvótafrumvarpið. Í bréfinu segir að Landsbankinn lýsi yfir miklum áhyggjum af frumvarpinu. M.a. bendir bankastjórinn á að bann við veðsetningu gangi gegn markmiðum frumvarpsins um hagkvæma nýtingu fiskistofna. Ég vil benda bankastjóranum á að 4.ml.3.gr. laga um samningsveð bannar nú þegar að aflahlutdeild fiskiskips sé veðsett:
4. Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar. Hafi fjárverðmæti það, sem réttindin eru skráð á, verið veðsett er eiganda þess óheimilt að skilja réttindin frá fjárverðmætinu nema með þinglýstu samþykki þeirra sem veðréttindi eiga í viðkomandi fjárverðmæti. [leturbreytingar eru mínar]
Á þessa staðreynd hefur Kristinn Pétursson iðulega bent með færslum á bloggi sínu. Reyndar virðist bankastjórinn vera fullmeðvitaður um þetta ákvæði þegar bréfið er lesið til enda en kýs engu að síður að virða það að vettugi í umræðunni.
Þá minnir bankastjórinn á að gefið var út stórt skuldabréf til Landsbanka Íslands (hins gamla) sem sé í erlendri mynt og af því eigi að greiða í erlendri mynt. Þá segir bankastjórinn í bréfinu: Meginuppistaða erlendra vaxtatekna Landsbankans kemur frá íslenskum sjávarútvegi......" Og hvernig er hægt að hafa erlendar vaxtatekjur af lánveitingum á milli innlendra aðila nema með gengistryggingu eða af lánum með erlenda mynt sem höfuðstól? Mér sýnist bankastjórinn staðfesta þarna að mikill fjöldi lána Landsbankans til íslensks sjávarútvegs sé annað hvort gengistryggður eða í" erlendri mynt. Hversu mikill fjöldi þessara lána er ólöglegur? Sennilega öll.
Þá má ekki gleyma því að Landsbankinn breytti 35 milljarða. kr. láni til dótturfélagsins SP-Fjármögnunar hf. í 1100 milljóna kr. hlutafé til bjarga SP-Fjármögnun hf. frá gjaldþroti vegna ólöglegra lánaskilmála sinna.
Ég held að hérna sé staðfest að Landsbankinn sé í raun jafn gjaldþrota og forveri hans.
![]() |
Breytingarnar rýra lífskjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#128. Hver er þessi einhver og hver var/er eigandi hússins???
22.8.2011 | 09:12
![]() |
Vandamálið óuppsegjanlegur samningur til 25 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
#127. Lífeyrissjóður verslunarmanna verðbætir vextina líka.
19.8.2011 | 12:49
Tilgangur verðtryggingar er að skila sama verðmæti og fengið var að láni, þ.e. 1000 kr. sem gáfu 1 kg af kjöti við lántöku og eiga gefa 1 kg af sama kjöti við endurgreiðslu sömu 1000 kr. í lok lánstímans. Verðgildið á að halda sér.
Ég hef dæmi af láni hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna, þar sem ekki eru reiknaðar verðbætur á höfuðstól heldur á greiðsluna alla, þ.e. afborgunin af höfuðstólnum er réttilega verðbætt en einnig vextirnir, sem reiknast NB. af óverðbættum höfuðstól.
Vextir eru kostnaður lántaka vegna lántöku en ekki hluti upphaflegrar lánsfjárhæðar. Vextirnir eru þó einnig ávöxtun fyrir lánveitanda og má því þannig verðbæta þá þess vegna í verðtryggðu láni?
Spurningin er því í raun hvað er átt við með verðtryggingu greiðslu láns í skilningi laganna. Er einungis átt við afborgun höfuðstóls? Eða teljast vextir einnig til greiðslunnar og er þar með heimilt að reikna verðbætur á greiðsluna í heild? Mér finnst það í raun jafngilda því að höfuðstóll sé verðbættur mánaðarlega og vextir síðan reiknaðir af útkomunni.
Nú hef ég ekki skoðað þetta ofan í kjölinn með útreikningum og get því ekki sagt til hvort að þetta sé löglega framkvæmt eða hvort útkoman er mismunandi. En við fyrstu sýn vekur furðu mína að nokkru að vextirnir séu verðbættir.
![]() |
Gætu þurft að afskrifa milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)