#114. En.....gömlu bankarnir eru bara ekki gjaldþrota ennþá.
1.6.2011 | 21:17
Ég furða mig á umræðu alþingismanna um þrotabúa gömlu bankanna. Þrotabú gömlu bankanna eru í raun ekki þrotabú skv. lögum, því þeir hafa ekki verið úrskurðaðir gjaldþrota ennþá, heldur eru þeir í slitameðferð.
Nú hef ég ekki lesið skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn bankanna en ég kíkti í lög um fjármálafyrirtæki og þar segir í 103. gr. a. um lok slitameðferðar:
Hafi slitastjórn lokið greiðslu allra viðurkenndra krafna á hendur fjármálafyrirtæki og eftir atvikum tekið frá fé til greiðslu krafna sem ágreiningur stendur um og komið eignum þess eftir þörfum í verð lýkur hún slitameðferð með því annaðhvort:
1. að láta fyrirtækið aftur í hendur hluthafa eða stofnfjáreigenda ef fundur þeirra sem slitastjórn hefur boðað til hefur samþykkt með atkvæðum þeirra sem ráða yfir að minnsta kosti 2/3 hlutum hlutafjár eða stofnfjár að fyrirtækið taki upp starfsemi á ný og kjörin hefur verið ný stjórn til að taka við því úr höndum slitastjórnar, enda hafi Fjármálaeftirlitið veitt samþykki sitt til þess og fyrirtækið fullnægir öðrum skilyrðum laga til að hefja aftur starfsemi, eða
2. að greiða hluthöfum eða stofnfjáreigendum út eignarhlut þeirra af eftirstöðvum eigna samkvæmt frumvarpi til úthlutunar sem gert skal eftir ákvæðum XXII. kafla og 5. þáttar laga um gjaldþrotaskipti o.fl., en sé um sparisjóð að ræða skal þó eignum, sem standa eftir að lokinni greiðslu stofnfjárhluta, varið eftir samþykktum hans og er óheimilt að ráðstafa þeim til stofnfjáreigenda ...1)
Ljúka má slitameðferð samkvæmt því sem segir í 1. tölul. 1. mgr. þótt ekki sé lokið greiðslu allra viðurkenndra krafna ef þeir kröfuhafar sem hafa ekki enn fengið fullnustu samþykkja það.
Neyðarlögin bættu m.a. eftirfarandi ákvæði 5.gr. inn í lög um fjármálafyrirtæki:
"Ákvæði 64. og 65. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. eiga ekki við meðan skilanefnd samkvæmt ákvæði þessu fer með málefni fjármálafyrirtækisins."
Gjaldþrotameðferð hefst því ekki fyrr en að slitameðferð lokinni og þá því aðeins að eignir fjármálafyrirtækis nægi ekki til að standa að fullu við skuldbindingar þess og slitastjórn telur sýnt að ekki verði forsendur til að leita nauðasamnings eða staðfestingu hans hefur verið hafnað af kröfuhöfum.
Sem sagt ég skil þetta þannig að það er möguleiki á því að "gömlu" eigendur bankanna fái þá aftur að einhverjum tíma liðnum og eignist þar með afsprengi þeirra, nýju bankana. Getur það verið svo að FME hafi samþykkt að "þrotabú" gömlu bankanna, sem eru í raun ekki enn þrotabú skv. lögum, fengju að eignast nýju bankanna (og lán almennings "á slikk") til að bæta eignasamsetningu sína og ársreikning, og svo seinna meir að geta sameinast þeim og skilað eignum þeirra aftur til eigenda þeirra? Hefur ríkisstjórn Íslands óbeint gefið "gömlu" eigendum bankanna það fé sem fór í að stofna nýja banka eftir bankahrunið og var þessi aðferð kannski krafa AGS við "endurreisn" bankakerfisins? Og var það ástæðan fyrir því að stofnaði voru 3 nýjir bankar en ekki bara einn ríkisbanki? Þurftum við 3 nýja banka?
Voru 200-400 milljarðar af almannafé í raun færðir til útrásarvíkinga af ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms?!!!! Það væri þá aldeilis!
Ég get því ekki betur séð en eigendur Glitnis, Kaupþings og Landsbankans fyrir bankahrun, séu enn eigendur þeirra þó ekki hafi þeir ákvörðunarvald um rekstur þeirra nú um stundir. Þar með eru nýju bankarnir í raun í eigu þeirra og þær breytingar sem hafa orðið í kröfuhafahópi bankanna hafi ekkert með eignarhaldið að gera. Eða hvað?
![]() |
Búið að finna þá sem soga til sín hagvöxtinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#113. Þarf ekki bara að auka þorskkvótann?
1.6.2011 | 20:06
![]() |
Eggjataka og veiðar verði takmörkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#112. Lög ekki afturvirk!
28.5.2011 | 02:24
Eftir langa mæðu fékk ég loks svar í dag frá deildarstjóra neytendaréttarsviðs Neytendastofu vegna 4 kvartana yfir skilmálum í samningi mínum vegna bílakaupa. Innihaldið var frekar rýrt og var t.d. misræmi í túlkunum stofnunarinnar á því hvort samningurinn væri leigusamningur eða lánssamningur. Er það undarlegt í ljósi undangenginna dóma hvar kveðið var um að þessir samningar væru lán en ekki leiga. Meira segja fullyrti Neytendastofa að samningurinn, sem var gengistryggður, hefði upphaflega verið í erlendri mynt!! Hvað um það!
Eitt atriði stóð þó upp úr í svari deildarstjórans:
Það er meginregla í íslenskum stjórnskipunarrétti að skýra beri lög á þá leið að þeim verði ekki beitt afturvirkt."
Getur Neytendastofa þá útskýrt hvaða lagaheimildir leyfðu að SP-Fjármögnun hf. sendi endurrreiknað greiðsluflæði frá upphafsdegi samnings og hóf innheimtu skv. því 2 mánuðum áður en lögum um vexti og verðtryggingu var breytt í árslok 2010? Lögfræðingur SP gat ekki útskýrt þetta og hótaði að henda mér út af skrifstofunni sinni, með lögregluvaldi ef þess kræfist þörf, þegar ég innti hann eftir því. Þessi skoðun Neytendastofu um meginregluna segir þó margt, því þar með hefði átt að breyta vaxtastigi í fyrsta lagi eftir gildistöku laga nr. 151/2010, enn ekki 2 mánuðum fyrr eins og SP-Fjármögnun hf. gerði í mínu tilviki, og vafalaust fleiri. En hvaða lagaheimildir leyfa slíka gjörninga eftir gildistöku laga nr. 151/2010? Um það eru áhöld líka.
Eftir mikla eftirgangsmuni fékk ég upplýsingar frá fyrirtækinu að árleg hlutfallstala kostnaðar á fjármögnunarsamningi mínum reiknist nú 12,19% í stað 5% við samningsgerð? Getur Neytendastofa útskýrt hvaða lagaheimildir, eða samningsákvæði, leyfa þetta? Sbr. 14.gr. laga um neytendalán er lánveitanda eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar. Þetta er þó gert í stórum stíl! Hvers vegna er þetta framferði ekki stoppað af Neytendastofu að eigin frumkvæði? Hvers vegna þurfa neytendur sjálfir að standa í þessu stappi? Og hvar er stuðningur stofnunarinnar við neytendur? Líklega verð ég að setja inn sérstaka kvörtun vegna þessa til að reyna kría út svör.
Því miður er það svo að stjórnvöld og allir eftirlitsaðilar, þ.m.t. Neytendastofa, kasta þessum bílalánum frá sér eins og heitri kartöflu og eftirláta neytendum baráttuna á eigin spýtur í dómskerfinu. Við búum einfaldlega við handónýtt eftirlitskerfi!
![]() |
Bílalánin misjafnlega dýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)